is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18649

Titill: 
 • Tengslamyndun foreldra og barns fyrsta aldursárið: Hlutverk hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umönnun og tengslamyndun foreldra og barns hefur áhrif á framvindu andlegs og líkamlegs þroska barnsins. Þekking á þróun öruggra og óöruggra tengsla er mikilvæg fyrir hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd. Í starfi sínu þar eru þeir í lykilaðstöðu til að styðja við nýorðna foreldra með því að efla þekkingu þeirra á atferli og hæfileikum ungbarnsins. Þannig geta þeir hjálpað foreldrum að bregðast við þörfum barna sinna á viðkvæmu mótunarskeiði og greint frávik sem þarfnast sérhæfðs inngrips.
  Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að gera samantekt á rannsóknum um tengslamyndun milli foreldra og ungbarna og áhrifaþáttum þar á. Enn fremur að skoða gildi öruggra tengsla fyrir heilbrigði og vekja athygli á hlutverki hjúkrunarfræðinga í því samhengi. Heimilda var aflað með lestri bóka og ritrýndra fræðigreina. Gerðar voru heimildaleitir í gagnagrunnunum PubMed, Leitir og Google Scholar, á tímabilinu október 2013 til maí 2014.
  Niðurstöður þeirra rannsókna sem nýttar voru til vinnslu verkefnisins voru samþættar og leiddu í ljós að næmni foreldra fyrir merkjum barns, gagnkvæmni og samstilling í samskiptum þeirra, tengsl foreldra við sína eigin foreldra, ásamt fleiri þáttum ýta undir örugga tengslamyndun foreldra og barns. Einnig benda niðurstöður til mikilvægis sambands hjúkrunarfræðings og foreldra barns.
  Mikilvægt er að auka þekkingu fagfólks á tengslamyndun foreldra og barna og auka umræðu í samfélaginu. Til að svo verði þarf að efla menntun heilbrigðisstarfsfólks um gildi tengslamyndunar, samskipta, þroska ungbarna og fjölskyldna þeirra.
  Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd fylgjast reglulega með framvindu heilsu og þroska barna. Þeir eru í tíðum samskiptum við foreldra og nýfædd börn þeirra og geta haft jákvæð áhrif til styrkingar sambands foreldra og barns með markvissri fræðslu og forvörnum.
  Lykilorð: Atferli, hormón, heila- og taugaþroski, samskipti, tengslamyndun, ung- og smábarnavernd

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Care and parent-child attachment affect the progression of mental and physical development of the child. Knowledge of the development of secure and insecure relationships is important for nurses working in infant and child health services. Nurses are in key position to support new parents by enhancing their knowledge of the behavior and abilities of the baby. Thus, they can help parents respond to their child’s needs at this delicate state of development and report any anomalies that need particular attention.
  The purpose of this theoretical overview is to summarize search on attachment between parents and infants and factors therein. Furthermore, to highlight the value of a secure attachment for ongoing good health and to raise awareness of the role of nurses in this context. Sources were obtained by reading books and peer-reviewed scientific articles. References were made in the databases PubMed, Leitir, and Google Scholar, from October 2013 to May 2014 .
  Results of the project indicated that the parents’ sensitivity for the child’s signalling, reciprocity and synchronization in their relationship, the parents’ relationship with their own parents, along with other factors promote secure attachment between parents and child. Within all this, the results indicate the importance of the primary care nurse’s relationship with new parents.
  It is important to increase the knowledge of professionals on attachment between parents and children and encourage dialogue in the community. For this it is necessary to promote the education of health professionals about the value of attachment, communication and development of infants and their families.
  Nurses in infant and child health services regularly monitor the progress of the health and development of children. They are in frequent communication with parents and their newborn children and can have a positive effect on strengthening the parent-child relationship through focused education and prevention.
  Keywords: cues, hormones, brain- and nerve development, parent-infant relations, attachment, infant care.

Samþykkt: 
 • 4.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur.og.Valdis-Tengslamyndun.foreldra.og.barns.fyrsta.aldursarid-Hlutverk.hjukrunarfrædina.i.ung-og.smabarnavernd.pdf559.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna