is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18650

Titill: 
  • Vitsmunaþroski barna: Stigbundinn eða samfelldur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort vitsmunaþroski barna sé stigbundinn eða samfelldur. Til þess voru tengsl aldurs og hlutfalls réttra svara, reglunotkunar og svartíma 44 barna metin í verkefnum á jafnvægisvog (Balance Scale Task). Verkefni á jafnvægisvog voru hönnuð af Inhelder og Piaget árið 1958 til að meta vitsmunaþroska. Robert Siegler setti fram líkan um notkun reglna til þess að leysa verkefni á jafnvægisvog árið 1976. Í þessari tilraun endurhannaði og einfaldaði rannsakandi verkefnin að hluta. Niðurstöður þessarar rannsóknar studdu kenningu um almennan samfelldan vitsmunaþroska. Hátt hlutfall barna á aldrinum 5 til 11 ára gat leyst mismunandi vandamál á jafnvægisvog. Kenning um afmarkaðan vitsmunaþroska, sem er stigbundinn, var líka studd. Reglunotkun er lítil fyrir sjö ára aldur en eykst samfellt eftir sjö ára aldur. Einstaklingsmunur kom fram í niðurstöðum, sem kenning Piagets um þroskastig gerir ekki ráð fyrir. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að aldur tengist hlutfalli réttra svara, reglunotkun og svartíma barna en skýrir ekki nema þriðjung af frammistöðu barnanna í reglunotkun og svartíma. Aðrir þættir virðast líka skipta máli.
    Lykilorð: vitsmunaþroski, kenning um almennan þroska (domain general), samfelldur þroski (developmental continuity), afmarkaður þroski (domain specific), stigbundinn þroski (developmental discontinuity), verkefni á jafnvægisvog (Balance Scale Task), svartími.

Samþykkt: 
  • 4.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Vitsmunaþroski barna Svava Björk 28apríl14.pdf847.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna