Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18657
Hefðbundnar leiðir við verkjamat hafa ekki dugað fyrir einstaklinga með langt gengna heilabilun enda benda rannsóknir til að verkir þeirra séu vangreindir og vanmeðhöndlaðir. Því hefur athygli fræðimanna beinst að verkjatengdri hegðun einstaklinga með heilabilun og hannaðir hafa verið verkjamatskvarðar sem meta verki út frá hegðun. Verkjamatstækið Pain Assessment in advanced Dementia (PAINAD) virðist gefa góða raun og hefur tækið nú verið þýtt á íslensku.
Markmið þessa verkefnis var að rannsaka verki hjá einstaklingum með langt genga heilabilun. Kannað var hvort PAINAD væri nægilega næmt til að greina á milli styrks verkja í hvíld og við göngu eða í aðhlynningu. Auk þess var kannað hvort tækið greindi á milli sjúklinga með sjúkdómsgreiningar sem þekktar eru fyrir að valda verkjum og sjúklinga sem ekki hefðu slíkar greiningar.
Þátttakendur voru 31 talsins, sextán karlar og fimmtán konur sem dvöldu á sérhæfðri deild fyrir einstaklinga með heilabilun. Notuð var bæði lýsandi og greinandi tölfræði (t-próf, Kí-kvaðrats próf og fylgnipróf) til að greina rannsóknargögnin.
Meðalaldur þátttakenda var 80,4 ár og þeir skoruðu að meðaltali 14,6 stig á MMSE prófi. Tíðni verkja mældist 42% samkvæmt PAINAD verkjamati (miðað við að tvö stig eða fleiri bendi til verkja) en 16% samkvæmt sjálfsmati þátttakenda. Marktækur munur mældist á meðaltölum PAINAD í hvíld og í aðhlynningu, sem rennir stoðum undir réttmæti tækisins. Þátttakendur með gigtarsjúkdóma skoruðu marktækt lægra á PAINAD í öllum aðstæðum og samræmist sú niðurstaða ekki væntingum rannsakanda. Þörf er á frekari prófunum á íslenskri útgáfu PAINAD til að skera úr um réttmæti og áreiðanleika þýðingarinnar.
Conventional means of pain assessment have proven inefficient in advanced dementia as research indicates that pain is underdiagnosed and undertreated in the population. Therefore scientific attention has been drawn to pain-related behaviour in dementia and several pain-behavioral assessment tools have been developed. The Pain Assessment in Advanced Dementia (PAINAD) tool appears to yield good results and the tool has now been translated to Icelandic.
The objective of the research was to examine pain in advanced dementia. PAINAD’s ability to distinguish between pain at rest, while walking and during nursing care was tested. Furthermore the tool’s ability to distinguish between patients with diagnoses that are known to cause pain and patients without such diagnoses was tested.
31 participants were recruited, sixteen male and fifteen female patients at a specialized dementia unit. When analysing the research data, both descriptive and analytic methods (t-tests, chi-squared tests and correlation tests) were applied.
The average age of the participants was 80,4 years and mean MMSE was 14,6 points. Pain prevalence proved to be 42% according to PAINAD assessment (where 2 points or more indicated pain) and 16% according to patients’ self assessment. A significant difference was found between average PAINAD scores at rest and during nursing care, which provides evidence of the tool’s validity. Participants with arthritis had significantly lower PAINAD scores under all circumstances, a result which is not in accordance with the expectations of the researcher. Further research is needed in order to determine the validity and reliability of the Icelandic translation of PAINAD.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HE_30_5.pdf | 1,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |