is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1866

Titill: 
  • Lestrarerfiðleikar - dyslexía : mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og einstaklingsmiðaðrar kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni eru kynntir þeir þættir sem einkenna byrjendalæsi og lestur og helstu hugtök sem tengjast lestrarferlinu. Fjallað er um hvernig lestur þróast hjá börnum og kynntar kenningar um þróunarferli lestrar. Skoðaðir eru þeir þættir sem orsaka dyslexíu hjá einstaklingi, helstu einkenni hennar og þau vandamál sem einstaklingar með þessa röskun þurfa við að glíma. Þá er komið inn á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og að lokum fjallað um skimanir og einstaklingsmiðaða kennslu. Markmið skimana er að finna þá nemendur sem eru í áhættuhópi með að eiga í erfiðleikum við lestrarnámið. Með einstaklingsmiðuðu námi er átt við kennslu sem skipulögð er út frá þörfum hvers nemanda og gripið inn í um leið og erfiðleikar koma upp og þá brugðist við með réttum úrræðum. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að kennarinn hafi góða heildrasýn yfir kennsluna og skipti bekknum upp í minni hópa þar sem hver nemandi vinnur verkefni sniðin að sinni getu. Með vandaðri kennslu og þjálfun geta flestir einstaklingar, sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða, náð viðunandi tökum á lestri og um leið aukið lífsgæði sín. Því er ábyrgð þeirra sem starfa innan skólanna mikil og að tekist sé á við vandamál þessara nemenda af fagmennsku og þekkingu um leið og vandans verður vart.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 9.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokahandrit.pdf758.39 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna