is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18666

Titill: 
  • Stjórnendur og starfsánægja. Vísbendingar um helstu starfsánægjuþætti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsánægja er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að starfi hvers og eins og er hún einnig eitt mest rannsakaðasta viðfangsefni tengt líðan starfsmanna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða starfsánægjuþætti grunnskólakennarar væru ánægðastir og óánægðastir með. Leitast var eftir því að skoða starfsánægjuþætti í skóla þar sem miklar breytingar hafa orðið á stöðum stjórnenda. Einnig var leitast eftir að skoða hvort umræddir starfsánægjuþættir væru mismunandi eftir konum og körlum, aldri og að lokum starfsaldri. Rafrænn spurningarlisti var sendur á 33 grunnskólakennara sem starfa í Akurskóla í Reykjanesbæ. Alls svöruðu 26 grunnskólakennarar sem gerir 78% svarhlutfall. Vegna smærðar úrtaks fengust ekki marktækar niðurstöður á tölfræðiprófum og voru því niðurstöður rannsóknar í formi lýsandi tölfræði. Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda lögðu jafna áherslu á einkalíf og starfsvettvang. Þá fengust einnig vísbendingar um þá starfsánægjuþætti sem grunnskólakennarar Akurskóla voru ánægðastir og óánægðastir með. Þeir þættir sem komu best út voru ánægja með yfirmenn, sjálfstraust og jákvæðni. Þá bentu niðurstöður einnig til þess að kennarar væru óánægðastir með laun og starfsemi innan skólans. Þegar svör kvenna og karla voru borin saman sáust vísbendingar um að karlar virtust ánægðari þegar kom að innri þáttum, til dæmis greindu þeir frá meiri jákvæðni og meira sjálfstrausti. Þeir voru einnig ánægðari með yfirmenn sína og starfsumhverfi, en greindu frá meiri óánægju með launin. Konur virtust ánægðari með samstarfsfólk, samskipti og umbun. Þegar svör tveggja aldurshópa voru borin saman sáust vísbendingar um að yngri þátttakendur virtust jákvæðari, með meira sjálfstraust, ánægðari með yfirmenn sína sem og starfsumhverfi. Þá benti einnig til að yngri þátttakendur væru óánægðari með launin en þeir eldri. Að lokum fengust vísbendingar um að reynsluminni kennarar væru jákvæðari, með meira sjálfstraust, ánægðari með yfirmenn, samstarfsfólk, starfsumhverfi, hlunnindi og umbun. Þá fundust einnig vísbendingar um að þeir væru óánægðari með launin.
    Lykilorð: Viðskiptafræði, Mannauðsstjórnun, Stjórnendur, Starfsánægja

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.
Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
adalritgerd_snidmat_ms_vor2013_vid-4.pdf484.83 kBOpinnHeildartexti IIPDFSkoða/Opna
adalritgerd_snidmat_ms_vor2013_vid-4.2.pdf56.78 kBOpinnBls. 41PDFSkoða/Opna
adalritgerd_snidmat_ms_vor2013_vid-4.3.pdf440.54 kBOpinnHeildartexti IPDFSkoða/Opna