Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18673
Gatan í bænum
Tilvist okkar er samgróin bæjarumhverfinu, veikleikum og styrkleikum þess, sögu og menningu. Færslan úr gömlum húsum yfir í módernískar byggingar er endalaus togstreita, baráttan snýst um að viðhalda auðkenni umhverfisins. Að taka afstöðu með nútímavæðingu getur leitt til glötunar séreinkenna íbúðarhverfa og hinn dulúði andi staðar hallar í skel sína.
Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri hús verið endurgerð til upprunalegs útlits og almennt lögð alúð í endurbætur. Hinsvegar virðist oft skorta fagurfræðilegan metnað þegar litið er til heildarmyndar hverfis, götumyndar og götugagna.
Í verkefninu verður leitast við að sýna fram á ágæti þess að hafa notalegt umhverfi, götumynd og halda í menningararfinn og séreinkenni íbúðarhverfa. Finna jafnvægi og úrræði hvernig við eigum að samtvinna nútíma þarfir okkar við gamla tíðarandann.
Koma auga á þá þætti í göturýminu sem hefur ekki borið árangur hvað varðar fagurfræðileg gæði og upplifunargildi einstaklingsins og varpa fram mögulegum úrbótum með því að skoða þá liði sem hafa mest áhrif á skynjun og vellíðun einstaklingsins og bera saman mismunandi hverfi, bæði gömul og ný. Áhersla verður lögð á elsta hluta Keflavíkur og sýnt fram á ágæti þessa verklags með tilliti til frágang göturýma gamalla hverfa.
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| 2014_BS_Johann_Ingi_Saevarsson.pdf | 11,72 MB | Open | Heildartexti | View/Open |