en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18674

Title: 
 • Title is in Icelandic Frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk er fóðrunaraðferð sem reynst hefur vel víða erlendis. Ekki hafa verið gerðar nákvæmar tilraunir með þessa fóðrunaraðferð hérlendis og því vantar upplýsingar um vöxt, drukkið magn og heilbrigði kálfa á þessari fóðrunaraðferð. Tilraun var því sett upp þar sem frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk var borinn saman við stýrða mjólkurgjöf kálfa aldna á kálfafóstru. Kjarnfóðurát hópa, þungi kálfa, brjóstmál, hæð og heilbrigði var skráð. Þrír hópar af kálfum fóru í hvora meðferð og var meðferðatímabilið átta vikur. Alls voru 23 kálfar notaðir í tilraunina, þrír til fjórir í hverjum hópi í senn. Kálfar í meðferð 1 fengu frjálsan aðgang að sýrðri mjólk en kálfar í meðferð 2 fengu að hámarki 6 l/dag af mjólk í gegnum kálfafóstru. Báðar meðferðir fengu frjálsan aðgang að kjarnfóðri út meðferðatímabilið og frjálsan aðgang að heyi eftir fjórðu viku í meðferð. Kjarnfóðurát kálfa á sýrðri mjólk var skráð niður á meðan verið var að venja þá af mjólk.
  Kálfar á frjálsum aðgangi að sýrðri mjólk uxu og þyngdust hraðar (688 g/dag að meðaltali) en kálfar aldir á fóstru (463 g/dag að meðaltali) á meðferðatímabilinu. Kálfar aldir á sýrðri mjólk drukku að meðaltali 8,25 l/dag á meðferðatímabilinu. Kjarnfóðurát þeirra var hins vegar minna en kálfa á fóstru. Enginn kálfur á sýrðri mjólk fékk skitu á meðferðatímabilinu en sjö kálfar á fóstru fengu skitu. Það tók kálfa á sýrðri mjólk 13 daga að ná upp nógu kjarnfóðuráti við takmarkaða mjólkurgjöf til að innbyrða nægjanlegt magn af kjarnfóðri svo að vöxtur yrði ekki skertur vegna ónógs kjarnfóðuráts eftir að mjólkurgjöf var hætt.
  Út frá þessum niðurstöðum má álykta að kálfar aldir á sýrðri mjólk drekki meira magn af mjólk en kálfar á takmarkaðri mjólkurgjöf, vaxi hraðar og séu heilbrigðari. Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að frjáls aðgangur kálfa að sýrðri mjólk sé hentug fóðrunaraðferð við íslenskar aðstæður.

Accepted: 
 • Jun 5, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18674


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2014_BS_Johannes_Kristjansson.pdf658.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open