is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18677

Titill: 
  • Útivistarsvæði í þéttbýli, notkun og viðhorf : þátttökuathugun í Fossvogsdal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna viðhorf og notkun fólks á útivistarsvæðum í þéttbýli á Íslandi með gæðamatsflokkun Partiks Grahn til hliðsjónar. Beitt var samskonar aðferðum og margir erlendir fræðimenn, til dæmis Patrik Grahn, Ann-Margreth Berggren-Bärring, Catharine Ward Thompson og Jan Gehl hafa notað til að varpa ljósi á þá þætti sem fólk metur mikils í umhverfi sínu. Til þess eru notaðar félagsvísindalegar aðferðir í bland við hefðbundnar greiningaraðferðir í landslagsarkitektúr. Þátttökuathugun var framkvæmd á stóru útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Fossvogsdalur var valinn sem rannsóknarsvæði vegna þeirrar fjölbreytni sem þar er að finna. Hann er fjölfarinn og skilgreindur sem borgargarður í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Niðurstöður leiddu í ljós að hægt er að heimfæra aðferðafræði Patriks Grahn á íslenskar aðstæður og sýna fram á gagnsemi þess að nota þátttökuathugun við mat á útivistasvæðum hér á landi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Steinunn_Gardarsdottir.pdf3.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna