is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18678

Titill: 
  • Heilsugarður fyrir almenning : hönnunartillaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði. Verkefni þetta gengur út á að hanna heilsugarð á Kópavogstúni. Markmið þessa verkefnis er að vekja athygli á hugmyndafræði sem felur í sér að virkja almenning til að taka þátt í notkun og umönnun grænna svæða, bæði með og án aðstoðar leiðbeinanda. Hugmyndafræðin byggir á rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar á áhrifum náttúru á fólk og á athugunum á því hvernig auðvelt aðgengi að grænum útivistarsvæðum hvetur fólk, sem á annað borð hefur löngun til að stunda útivist, til aukinnar hreyfingar og útiveru.
    Til að nálgast verkefnið voru skoðuð dæmi um erlenda heilsugarða sem Ulrika A. Stigsdotter og Patrik Grahn hafa haft umsjón með. Fjallað er um hugmyndafræðina á bak við uppbyggingu heilsugarða. Staða Kópavogstúns skoðuð og gerð grein fyrir núverandi stöðu svæðisins. Síðan farið í greiningarvinnu þar sem lögð er áhersla á þætti sem geta gert Kópavogstún að heilsugarði. Niðurstöður greiningar eru nýttar í tillögur að úrbótum á svæðinu.
    Hönnunartillögunni er ætlað að opna á þann möguleika að núverandi grænt svæði haldi sér og verði framhald af Kópavogsdal sem útivistarsvæði. Breytingar á svæðinu eiga að skapa jákvæð viðbrögð almennings til útivistar. og verða eðlilegur hluti af daglegu atferli. Þétting byggðar hefur þau áhrif að græn svæði blandast íbúðabyggð svo fólk geti leitað sér ómeðvitaðar endurnýjunar frá náttúrunni. Áhersla á að auka vægi gangandi og hjólandi vegfarenda um svæðið og skapa betri skilyrði fyrir fólk til að stunda útivist á grænum svæðum. Allar breytingar á svæðinu eiga að styrkja og efla tilveru þeirra sem nota svæðið.

Samþykkt: 
  • 5.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2014_BS_Kristjan_Sigurgeirsson.pdf19.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð til 1. júní 2017