is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1868

Titill: 
  • Fótspor til framtíðar : textílmennt og endurvinnsla : hugmyndir að nýtingu endurvinnanlegtra efna í textílkennslu.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed. -prófs á grunnskólabraut við Kennaraháskóla Íslands. Það fjallar um mikilvægi endurvinnslu og endurnýtingar í textílmennt og jafnframt fylgir því hugmyndabanki um nýtingu endurvinnanlegra efna í textílkennslu.
    Verkefnið byggist á þeirri grunnhugmynd að kennsla textílmenntar í skólum sé ekki aðeins leið til að styrkja verklega færni nemenda heldur er hún einnig afar vel til þess fallin að miðla til þeirra á áþreifanlegan og áhugaverðan hátt mjög mikilvægri fræðslu um umhverfismál og verklegan menningararf. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á tímum þegar framtíð mannkyns er mjög undir því komin að kynslóðirnar sem erfa landið nái að tileinka sér virðingu fyrir náttúrunni og ábyrgð við nýtingu auðlinda hennar. Þá er ljóst að ef þjóðir vilja varðveita tengsl sín við sögu og menningu sína verða þær að bregðast við með því að efla fræðslu ungmenna á því sviði. Annars munu þau menningarlegu verðmæti glatast vegna þeirrar hnattvæðingar sem nú á sér stað.
    Verkefni þetta er tvískipt. Annars vegar er um fræðilegan hluta að ræða þar sem fjallað er um grunnskólalögin og aðalnámskrá grunnskóla. Þar er reynt að varpa ljósi á hvort grunnskólalögin setji skólunum einhverjar skyldur um fræðslu er varðar auðlindir heimsins og þverrandi afrakstur þeirra og skoðað hvort þau taki á einhvern hátt tillit til núverandi aðstæðna í heiminum. Námsgreinin textílmennt er skoðuð í því ljósi og einnig er fjallað um mikilvægi fræðslu um endurnýtingu og varðveislu menningararfs út frá alþjóðlegum samþykktum. Hins vegar er um hugmyndahefti að ræða þar sem settar eru fram hugmyndir að verkefnum sem unnin eru úr endurnýtanlegum efnum og hlutum sem til falla í umhvefinu. Hugmyndin með heftinu er að vekja nemendur og kennara til umhugsunar um mikilvægi endurnýtingar.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 9.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugmyndabankinn.pdf11.4 MBOpinnHugmyndabanki PDFSkoða/Opna
(Microsoft Word - Lokaverkefni til B.E.pdf477.81 kBOpinnGreinargerð PDFSkoða/Opna