is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1869

Titill: 
  • Góð sjálfsmynd = betri námsárangur? : hversu miklu máli skiptir að efla sjálfsmynd nemenda með það að markmiði að uaka námsgetu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestar hugmyndir sem komið hafa fram um sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfstraust benda til þess að það skipti máli að hafa góða sjálfsmynd þegar kemur að námsárangri þar sem líkurnar á að ganga vel í námi séu meiri en ella ef sjálfsmyndin er góð. Hvort sem leitað er eftir áliti kennara eða leitað á veraldavefnum virðist sem flest bendi einmitt til þess að svo sé og þær hugmyndir eru uppi að hægt sé að setja samasemmerki á milli hárrar sjálfsmyndar og velgengni. En er það raunin? Baumeister, Campbell, Krueger og Vohs gerðu árið 2003 könnun á þeim rannsóknum sem áður höfðu verið gerðar á sjálfsáliti og m.a. sambandi þess við námsárangur og félagslega stöðu einstaklinga og komust að því gagnstæða, þ.e. að mjög lítil fylgni væri á milli þess að hafa gott sjálfsálit og að ganga vel í skóla eða hafa góða félagslega stöðu. Í þessari ritgerð eru skoðuð ýmis nýleg skrif um sjálfsmynd, sjálfsálit og sjálfstraust og reynt að komast til botns í hinum misvísandi skilaboðum. Þá eru könnuð viðhorf tveggja kennara til málsins. Meginniðurstaðan er sú að það skipti ekki máli að efla sjálfsálit í þeim tilgangi eingöngu að auka námsárangur. Þeim nemendum sem hafa sterkt sjálfsálit gengur ekki endilega betur í námi en þeim nemendum sem hafa veikt sjálfsálit. Sjálfstraust er hins vegar mikilvægur lykill að námsárangri.
    Lykilorð: Námsárangur, sjálfsálit.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 9.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurB.Edapril20.pdf726.91 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna