is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18694

Titill: 
  • Hommar eða huldufólk? Hinsegin rannsókn á sögnum og samfélagi að fornu og nýju
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari 60 eininga meistararitgerð eru sagnir af samkynhneigðum karlmönnum teknar til rannsóknar með áherslu á tímabilið í kring um síðari heimstyrjöldina. Þegar Ísland var hersetið gafst þeim mönnum sem áður höfðu lifað í einangrun og felum með kynhneigð sína tækifæri til að “koma út úr skápnum” án þess að tekið væri eftir. Tímabilið frá 1900 og fram yfir hernámsárin er umlukið þöggun í garð samkynhneigðra fyrir utan einstaka blaðagrein sem birti frásagnir af afbrigðilegri hegðun. Meðan á hersetunni stóð birtust einstaka fréttir þar sem minnst var á einstaka “kynvillutilburði”, oftast tengdum hinum útlendu dátum. Eftir að setuliðið hvarf á braut má segja að sprenging hafi orðið í umfjöllun um samkynhneigð og gekk það svo langt að talað var um “kynvillufaraldur” í Reykjavík. Þetta tímabil verður skoðað sérstaklega í gegn um sagnir sem gengu á meðal fólks. Einnig verður skyggnst í íslensk þjóðsagnasöfn frá seinni hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Í þeim er ekkert minnst á kynhneigð eða kynhegðun en það er þó ef til vill hægt að finna eitthvað sem gæti leitt í ljós viðhorf til þeirra sem lögðu ástir á sama kyn. Einnig verða sagnir frá því um og eftir hernámið bornar saman við sagnir í þjóðsagnasöfnunum. Leitast verður við að sýna fram á hvernig hlutverk huldufólks og útilegumanna hafa færst yfir á homma í sögnum sem ganga í munnlegri hefð allt fram á okkar dag. Sagnir eru öflugt tæki til að sýna okkur hvað það er sem veldur ótta, heimsmynd fólks og hvað það er sem brennur á í samfélaginu og með því að rannsaka þær fáum við nýja sýn á hluti sem annars færu ef til vill fram hjá okkur. Helstu niðurstæður þessarar rannsóknar eru þær að hér krauma enn fordómar til þessa hóps, táknmyndir útilegumanna og huldufólks lifa enn góðu lífi í sögnum af samkynhneigðum karlmönnum.

Samþykkt: 
  • 6.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð.pdf630.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna