is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18696

Titill: 
 • Áhrif nýfrjálshyggju í Afríku: Alþjóða fjármálastofnanir að verki í Gana og Sambíu
 • Titill er á ensku The influence of neoliberalism in Africa: International financial institutions at work in Ghana and Zambia
 • Titill er á spænsku La influencia del neoliberalismo en África: Las instituciones financieras internacionales y su trabajo en Ghana y Zambia
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankinn hafa haft mikil áhrif á stefnumótun í Afríku-ríkjum sunnan Sahara. Þar hafa alþjóðastofnanirnar viljað byggja upp efnahagskerfi að vestrænni fyrirmynd með opnum og frjálsum markaði. Þessi ritsmíð fjallar um innleiðingu uppbyggingar- og aðlögunarstefnunnar í Gana og Sambíu. Það verður gert með því að skoða tilviksrannsókn á Gana og Sambíu sem hafa innleitt þessa stefnu og kanna hvort þar hafi verið dregið úr fátækt. Skoðaðar verða kenningar nýfrjálshyggju, gagnrýnar nálganir, kenning um nútímavæðingu auk heimskerfiskenningarinnar til að varpa ljósi á þetta ferli.
  Gana innleiddi stefnur AGS og AB á síðustu áratugum. Gana er valið í þessa ritgerð því það hefur breytur sem mörg önnur Afríku-ríki vantar. Gana er land sem hefur laðað til sín erlenda fjárfestingu, verið nokkuð pólitískt stöðugt og nokkuð laust við alnæmisfaraldurinn. Hitt landið sem tekið er til skoðunar er Sambía en það er valið vegna þess hversu ólíkt það er Gana en þar hefur verið nokkur pólitískur óstöðugleiki og alnæmisfaraldur leikur lausum hala. Sambía hefur líkt og Gana tekið upp uppbyggingar- og aðlögunarstefnuna og opnað markað sinn fyrir verslun.
  Eftir yfirferð um tilviksrannsóknir verður því næst umfjöllun um samspil fátæktar og frjáls markaðar í Gana og Sambíu og birtingarmyndir þess. Skoðað verður hvort innleiðing uppbyggingar- og aðlögunarstefnunar hafi bætt lífskjör fólks í Gana og Sambíu. Til að mæla fátækt verður notast við Gini-stuðulinn, algilda fátæktar mælikvarða, lífskjaravísitöluna og hagvöxt. Svarað verður spurningunni af hverju uppbyggingar- og aðlögunarstefnan og áhersla hennar á frjálsan markað er ekki að bæta lífskjör almennings í Gana og Sambíu.

Samþykkt: 
 • 6.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Jóhannesdóttir.pdf722.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna