is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18699

Titill: 
 • Flutningur kvenna í fæðingu: Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
 • Fæðingaþjónusta hér á landi hefur tekið miklum breytingum á tiltölulega stuttum tíma. Samtímis hefur fæðingum fjölgað og fæðingastöðum fækkað.
  Árið 2007 gaf Landlæknisembættið út leiðbeiningar um val á fæðingastað. Fæðingastaðir voru flokkaðir út frá aðstöðu og þannig gat hver stofnun staðsett sig innan þessara leiðbeininga.
  Í hugmyndafræði ljósmæðra kemur fram að eitt af meginhlutverkum þeirra er að greina frávik hjá barnshafandi konum og bregðast við þeim. Að öðru leyti skal styðja við hið lífeðlislega ferli. Ljósmæður þurfa að þekkja takmarkanir á hverjum fæðingastað fyrir sig og vera viðbúnar því að vísa konum á hærra þjónustustig ef þörf þykir á meðgöngu og/eða í fæðingu. Í samræmi við áhættumat kvenna á meðgöngu og með hliðsjón af fyrrnefndum leiðbeiningum Landlæknis geta konur í samráði við ljósmæður sínar sjálfar valið fæðingastað við hæfi.
  Tilgangur með þessari fræðilegu úttekt var að skoða tíðni flutnings kvenna í fæðingu á hærra þjónustustig hér á landi og bera saman við erlendar rannsóknir. Ástæður flutnings voru einnig skoðaðar auk þess sem það var kannað hvort hægt væri að merkja einhverjar breytingar á flutningstíðni hér á landi í kjölfar breytinga á fæðingaþjónustunni á landsvísu.
  Erfitt reyndist að vinna marktækar niðurstöður á flutningstíðni kvenna í fæðingu hér á landi vegna skorts á skráningu. Vísbendingar eru þó um að flutningur kvenna í fæðingu frá landsbyggðinni á hærra þjónustustig sé ekki algengur hér á landi og sýnir það fram á góða útkomu í áhættumati kvenna í mæðravernd. Flutningstíðni innan sjúkrahúss hér á landi hefur farið hækkandi en er þó lægri en margar erlendar rannsóknir sýna.
  Til þess að hægt sé að meta hvaða áhrif breytingar á fæðingaþjónustu hafa og vinna að rannsóknum er gríðarlega mikilvægt að halda góða skráningu. Skráningin er ein meginforsenda þess að hægt sé að túlka áhrif breytinga í þeim tilgangi að bæta þjónustuna.
  Lykilorð: fæðing, fæðingastaður, flutningur, ljósmæðrastýrð þjónusta, fæðingarskráning, útkoma

Samþykkt: 
 • 10.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Harles.pdf891.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna