Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/187
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu hjúkrunarfræðinga á verkjasviði Reykjalundar, að vinna með sjálfsmatsblöð fyrir sjúklinga í endurhæfingunni. Með þessu var verið að skoða hvernig blöðin hafa reynst og einnig hvaða endurbætur mætti gera á þeim til þess að þau yrðu betri og skilvirkari.
Sett var fram rannsóknarspurningin:
Hver er reynsla hjúkrunarfræðinga á verkjasviðinu á Reykjalundi af því vinnulagi að sjúklingar skrái upplýsingar um og meti eigið heilsufar, styrkleika og væntingar og ræði mat sitt við hjúkrunarfræðinga við innlögn og útskrift?
Aðferðafræði rannsóknarinnar grundvallaðist af Vancouver-skólann í fyrirbærafræði en hann byggir á þeim skilningi að sérhver einstaklingur sjái heiminn með sínu eigin augum og að sýn hans mótast af fyrri reynslu hans og eigin túlkunum á þeirri reynslu.
Rætt var við tvo hjúkrunarfræðinga á verkjasviði Reykjalundar. Viðtölin voru tekin upp á segulband, vélrituð orðrétt, lesin og greind niður í þemu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að sjálfsmatsblöð sjúklinga eru gagnleg, bæði fyrir sjúklinginn og hjúkrunarfræðinginn. Sjúklingurinn fær aukna ábyrgð sem að felur í sér valdeflingu og hefur meira að segja um sína meðferð og forgangsröðun í henni. Hjúkrunarfræðingurinn fær meiri og oft á tíðum ítarlegri upplýsingar um sinn sjúkling og einnig sparast tími því að minni tími fer m.a. í innskriftarviðtölin. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að frekari þörf á rannsóknum á þessu efni því að um er að ræða tiltölulega nýja nálgun í söfnun heilbrigðisupplýsinga hér á landi.
Lykilhugtök: Sjálfsmat, fyrirbærafræði, Valdefling, sameiginleg ákvarðanataka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
abyrgdfaerd.pdf | 1.31 MB | Takmarkaður | Ábyrgðin færð yfir til sjúklingsins - heild | ||
abyrgdfaerd_e.pdf | 115.8 kB | Opinn | Ábyrgðin færð yfir til sjúklingsins - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
abyrgdfaerd_u.pdf | 85.42 kB | Opinn | Ábyrgðin færð yfir til sjúklingsins - útdráttur | Skoða/Opna |