is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18701

Titill: 
  • Íbúar Hugveruleikans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um kenningar sálgreinisins Carls Gustav Jung um erkitýpukenninguna og hina sammannlegu dulvitund og skoða mögulega snertifleti þessara kenninga við eigin listsköpun og fyrirhugað lokaverkefni.
    Í ritgerðinni byrja ég á því að kynna Jung fyrir lesendanum í stuttu máli og skoða sérstaklega bók hans; Liber Novus með áherslu á myndverkin sem þar finnast. Þau set ég í samhengi við eigin verk og skoða jafnframt leiðir hans til að nálgast dulvitundina og fjalla um eigin tilraunir á því sviði. Því næst skoða ég hvernig Jung og samtímamenn hans skipta upp sálinni og helstu hugtök sem tengjast þeirri skiptingu. Í kjölfarið skoða ég ólíkar hugmyndir um dulvitundina og fjalla lauslega um aðferðafræði súrrealistanna í samhengi við eigin vinnuferli og listhugsun. Þessu fylgi ég eftir með útskýringu á hugmyndum Jungs um hina sammannlegu dulvitund og kenningar er varða erkitýpurnar. Í 3. Kafla útskýri ég fyrirhugað lokaverkefni og tengsl þess við þennan sérstaka hugmyndaheim sálgreinann og fjalla um viðfangsefni mitt; íslenskar þjóðtrúarsögur í samhengi við erkitýpukenninguna og skoða svo táknrænt inntak og sammannlega eiginleika einnar valdrar kynjaveru í lokin.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð1.pdf575.75 kBLokaður til...11.01.2129HeildartextiPDF