Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18702
Hvernig geta breyttar aðstæður haft áhrif á sköpunarkraftinn og opnað fyrir manni nýja heima? Með hvaða aðferðum er hægt að virkja dulvitundina til þess að skapa?
Í ritgerðinni er fjallað um það hvernig ársdvöl mín í Mexíkóborg breytti hugmyndum mínum um lífið og listina og hvernig áhugi minn á því að virkja dulvitundina til listsköpunar varð ákafari. Einnig er fjallað um mexíkóskan súrrealisma, hvernig ég kynntist honum og hvernig hann hafði áhrif á listsköpun mína. Tekin verða fyrir nýleg verk sem urðu til á síðastliðnu ári með þessum aðferðum. Fyrst verður þó fjallað almennt um dulvitundina, kenningar Freud og Jung um hana og hvernig þær hafa haft áhrif á líf mitt og list.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA RITGERD NYIR HEIMAR.pdf | 8,83 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |