Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18706
Ég er ruglaður af afstæðri tvíhyggju veruleikans, þar sem allt á sér andstæðu, en ég get verið viss um eina hlið hennar; hið innra og hið ytra. Ég var stöðugt í baráttu við að móta hið ytra útfrá þeim tilfinningum sem ég þráði að upplifa. Leitin að hamingjunni er undirstaða allra ákvarðanna minna og gjörða. Ef leitin er háð því ytra, sem ég hef ekki alltaf stjórn á, mun það takmarka mig og ég verð úti í stormi minna eigin hugsana og tilfinninga. Það er alltaf eitthvað innra með manni sem vill ekki vera þræll. Þegar hið ytra hneppir mig í þrældóm innra lífsins er ég dæmdur til að þjást. Leitin að hamingjunni þarf að taka beinskeyttari og heiðarlegri stefnu til að öðlast frelsi undan oki ytri aðstæðna. Til þess þarf ég að auka skynjun mína umfram hin líkamlegu skilningarvit, hugsanir og tilfinningar og þannig kemst ég að þeirri orku sem er undirstöðuafl sköpunarinnar. Til eru ótal mismunandi leiðir til að komast á þann áfangastað og það ferðalag kallar á farartæki sem kemur mér einhvern hluta leiðarinnar. Fyrir mér er listsköpunin eitt þessara farartækja og þótt hún kæmi mér ekki á leiðarenda, hefur hún komið mér á staði sem hafa mótað og þroskað meðvitund mína. Listin hefur sýnt mér fagrar sléttur einbeitingarinnar og stórfenglega fjallgarða þekkingar og aukinnar visku. Hún hefur borið mig í gegnum hrufótt landslag sjálfsmeðvitundarinnar og yfir hrjóstrug öræfi einstaklingshyggjunnar. Nú er sprungið á henni og ég er staddur í blindbyl þrá minnar til að uppgötva mitt sanna sjálf. Ég vil tengjast þeirri visku sem að, án meðvitundar minnar, breytir fæðunni í líkama - sem lætur hjarta mitt slá. Ég vil tengjast þessari grundvallar orku, orkunni sem hjálpar mér við að skapa, því án hennar er ég ekkert.
I’m confused by the relative dualism of reality, where everything has it’s opposite, but I can be sure of one aspect of it; the inner and the outer. I was constantly fighting to shape the outer with the feelings I was longing to experience. The pursuit of happiness was the foundation for all my decisions and actions. If my search is depentant on the outer, which I can’t always control, it will leave me limited and I will be lost in the storm of my own thoughts and emotions. There is always something within us that doesn’t want to be a slave. When the outer enslaves me in the world of the inner i’m bound to suffer. The pursuit of happiness needs to take a more direct and honest approach if i’m to gain freedom from the slaveholder of outer conditions. To gain this state I need to enhance my perception so that it exceeds my bodily senses, thoughts and emotions and by doing that I will discover the power that is the basic force of creation. There are many paths to this destination and this journey calls for suitable vehicles that transports me some part of the way. For me, art is one of those vehicles and even though it may not get me to journey’s end, it has taken me to places that have shaped and matured my consciousness. Art has shown me the beautiful prairies of concentration and the glorious mountain ranges of knowledge and increased wisdom. She has carried me through the rough terrains of self-consciousness and over barren wilderness of self-centeredness. Now the art has a flat tire and i’m currently in a blizzard of my desire of discovering my true self. I want to connect to this wisdom that, without my conscious mind, changes the food into body – that makes my heart beat. I want to connect to this fundamental energy, the energy that helps me to create, because without it i am nothing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samband orku og meðvitundar.pdf | 2,78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |