is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18714

Titill: 
  • Hvernig á að hætta að horfa á listaverk og byrja fljóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvikmyndir hafa haft gríðaleg áhrif á nútímasamfélag og mótun einstaklingsins síðustu áratugi. Þar er myndlistin ekki undanskilin. Myndlistarmenn í dag sýna ógrynni af vídeóverkum, listform sem orðinn er enn einn pensillinn í hönd myndlistarmanna. Kvikmyndir virðast tala tungumál sem er allt að því meðfætt okkur fólkinu og listamenn hafa teygt það og togað frá upphafi kvikmyndalistarinnar. En hver er munurinn á kvikmynd og vídeóverki? Á hverju byggist upplifun okkar og skynjun á hvoru um sig? Hvernig hafa miðlar áhrif á hvorn annan? Hvert stefnir vídeólistin?
    Ég mun kanna áhrif myndlistar á kvikmyndir og öfugt. Skoða mynstur í nýrri vídeólist og hvernig það tengist hefðbundinni kvikmyndagerð. Ásamt því mun ég fara yfir tengsl minninga og andrúmsloft við tímatengdu listmiðlana, kvikmyndir, vídeólist, tónlist og ljósmyndir. Hvert er samspil minninga og listsköpunar?

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð ready.pdf15.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna