is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18715

Titill: 
  • Leitin að tilgangi listarinnar : spennitreyja listamanns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er listamaðurinn, listin sjálf og hlutverk hennar í regluverki og hraða nútíma samfélags. Hver er tilgangur listarinnar? Er hún ekki bara skraut, ónauðsyn, ofgnótt hluta eða jafnvel tímaeyðsla ef litið er til hagnýtrar iðju?
    Ég fæ þessa spurningu oft. Og hún er góð og gild. Ég spyr sjálfa mig sömu spurningar í hvert sinn er ónytjungkenndin flæðir yfir líkt og stórfljót niður hina hæstu hyldýpisbrún. Þegar ég geng um í myrkrinu og fæ engann innblástur, þegar krafturinn sofnar á vaktinni og hin þurra tilvist tekur við sem kallar einungis á ábyrgð og dagleg störf. Af hverju er ég að þessu? Hver er tilgangurinn?
    Í þessari ritgerð mun ég kanna hugmyndir Friedrich Nietzsche og Carls G. Jung um listina. Ég mun leyfa mér að sökkva inn í ritverk þeirra og leita svara í samtali við aðrar raddir, aðra tíma og tíðaranda. Þetta er verðugt verkefni, ég varð ríkari og vonin er að aðrir fái innblástur til fórnfúsra dáða, að sköpunarorkan hrífi þá með sér, að þeir sjái hina daglegu tilvist með breyttu hugarfari, ekki verri, ekki betri, bara skýrar. Hvernig hefur manneskjan breytt yfir umhverfi sitt með yfirbragði slæðunnar, blekkingarinnar, til þess að gera tilveruna bærilega, fagra, hrífandi og fyllta tilgangi? Sannleikurinn er oft erfiður að heyra, en á stundum hvíslar hann ljúfum andblæ í eyra mannssálarinnar, í draumi, í myndum og hið sanna hlutverk listarinnar vaknar til lífs. Hvert er hið sanna hlutverk listarinnar?

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leitin.pdf953.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna