is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18716

Titill: 
  • Handan við tjaldið : efnið, andinn, augað, trúin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um það hvernig ég nálgast það að nota mína eigin reynslu sem uppsprettu listsköpunar og hvernig listamenn nota sitt sjónarhorn sem er eitt af sjö milljörðum leiða til að sjá heiminn. Ég velti fyrir mér áhuga okkar á lífi annarra og löngunina til að setja sig í annarra spor. Ég mun fjalla um þörf mannanna fyrir að skyggnast bak við tjaldið, fara út fyrir eigin reynslu og leita þess ósýnilega og óskiljanlega og hvernig ég geri þessa þörf að yrkisefni mínu. Ég nefni þar sem dæmi gjörninginn Fermingu (2012) þar sem ég fjallaði um reynsluheim unglingsins með því að setja mig í hans vandræðalegu stellingar. Þá velti ég fyrir mér hvaða erindi áhugi Íslendinga í gegnum tíðina á skyggni og heimi framliðinna eigi við okkur í dag. Frásagnir og ljósmyndir af útfrymi gætu til dæmis borið vitni um skilning manna á líkamanum og sálinni – efninu og andanum. Ég mun fjalla um hugmyndir Luce Irigaray um andardráttinn, sálina og samband við innri heim annarra og hvernig þær tengjast orðaleik um anda og endur, sem varð mér innblástur að sýningunni Samband við andaheiminn (2013). Ég tæpi á hugmyndum mínum um ritskoðun og rökleysu í vinnuferlinu og hvernig æskilegt getur verið að beita heilbrigðri óskynsemi. Loks fjalla ég um hvernig andarnir, endurnar, útfrymið, líkamsvessar, fagurfræði úr geimnum og kvenleg líkamsvitund tengjast.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba ritgerð sigrún hlín.pdf6.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna