is Íslenska en English

Skýrsla

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaskýrslur - NAIP / Final reports - NAIP (M.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31116

Titill: 
  • Connect : það sem ég hef lært af tilraunum sönghópsins Fjárlaganefndar
Útgáfa: 
  • Júní 2018
Útdráttur: 
  • Í þessari greinargerð skoða ég félagslegar hliðar tónlistariðkunar og áhrif þeirra á tónlistarflutning, með því að greina vinnubrögð og aðferðir sönghópsins Fjárlaganefndar, 9 manna blandaðs sönghóps sem vinnur án stjórnanda og deilir ábyrgð og ákvarðanatöku. Traust og tenging innan hópsins og árangurinn sem hópurinn hefur náð vöktu upp spurningar um vinnubrögð í tónlist og áhrif viðhorfs, líðanar og samskipta á flutninginn og einnig áhrif þess hvernig litið er á afurð tónlistariðkunar.
    Fjallað er um hvernig hópurinn vinnur; ábyrgð og ákvarðanatöku, samskipti og persónulega tengingu og traust, lausn vandamála, hvernig litið er á tónlistarstarf og afurð þess, væntingar og metnað. Þá er rætt um líðan í starfi og mikilvægi þess að njóta tónlistarstarfsins.
    Lítill sönghópur eins og Fjárlaganefnd fellur vel til að gera tilraunir með aðferðir, en þó má yfirfæra margar eða allar okkar aðferðir á kammerhópa og hljómsveitir, og auðvitað á sönghópa og kóra.
    Þótt hefðbundnar aðferðir geti verið nytsamlegar og jafnvel nauðsynlegar, þarf að skoða aðferðir í stærra samhengi og velta fyrir sér tilgangi og væntingum, og hvort þær komi niður á vellíðan og heilsu. Grunnhugsunin á bak við aðferðir hópsins er að mega gera tilraunir og njóta vinnunnar.

  • Útdráttur er á ensku

    In this report I explore the social aspects of music making and their effects on music performance by analyzing the methods and practice of Fjárlaganefnd, a 9-member mixed singing group that works without a conductor, with shared responsibility and decision making. The trust and connection within the group, along with the group’s success, raised questions about methods in music and how people’s attitudes, feelings and communication affect music performance, as well as the effects of people’s view of the musical product.
    The report details how the group works; responsibility and decision making, communication and personal connection and trust, solving problems, the group’s view of musical work and its product, expectations and motivation. It also goes into well-being in professional life and the importance of enjoying working in music.
    A small singing group like Fjárlaganefnd is a convenient environment for experimenting with methods, but many or all of our methods can be applied to chamber groups and orchestras, and to larger singing groups and choirs.
    Though traditional methods can be useful and even necessary, methods do need to be evaluated in a bigger context; it is necessary to consider the purpose of musical work and what one expects from it, and whether the methods used are detrimental to participants’ well-being. The basic idea behind the methods of Fjárlaganefnd is allowing for experimentation and for enjoyment of the work.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Sigurðardóttir - Connect.pdf285.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna