is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18724

Titill: 
 • „Sko ég get alveg lesið, en ég nenni ekki að lesa.“ : lestraráhugi unglingsdrengja og leiðir kennara til að efla áhuga nemenda sinna á lestri.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um lestraráhuga drengja og voru meginmarkmið hennar tvö. Annars vegar að kanna hver lestraráhugi unglingsdrengja er um þessar mundir og hvort áhugi þeirra á lestri hafi breyst eftir því sem á leið skólagönguna og hins vegar að kanna hvernig lestrarkennslu er háttað á mið- og unglingastigi grunnskólans og hvernig kennarar stuðla að auknum lestraráhuga drengja. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta drengi á aldrinum 12‒14 ára og fjóra reynda kennara.
  Í fræðilegri umfjöllun er farið yfir rannsóknir og skrif fræðimanna um áhugahvöt, lestur og skólastarf, auk þess sem fjallað er um kynjafræðileg sjónarmið. Dregnar eru fram leiðir sem rannsóknir hafa sýnt að eru árangursríkar í lestrarkennslu þar sem áhersla er lögð á aukinn áhuga, virkni og árangur í ólíkum þáttum læsis. Erlendar heimildir eru í meirihluta en jafnframt er vísað í íslenskar rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðfangsefninu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að allir drengirnir hafa lítinn áhuga á lestri en geta vel lesið sjái þeir tilgang með því. Lestraráhugi þeirra allra fór dvínandi við 10‒11 ára aldur og sögðu þeir helstu ástæðurnar vera torskilið námsefni, lesefni sem höfðaði ekki til áhugasviðs þeirra og miklar tækniframfarir. Yndislestrarstundir í skólanum þóttu ánægjulegar en einhæfir kennsluhættir og bókamiðun hafði letjandi áhrif á drengina. Samkvæmt kennurunum virðist lítil markviss lestrarkennsla eiga sér stað á mið- og unglingastigi, en farnar eru ýmsar leiðir til að vinna með lesskilning, málfræði og bókmenntir og þóttu fjölbreyttir og skapandi kennsluhættir hafa jákvæð áhrif á áhuga nemenda. Enginn kennaranna sagðist vinna markvisst að því að greina og nýta sterkar hliðar og áhugasvið nemenda til aukins áhuga og árangurs í lestri.
  Niðurstöðurnar eru að mörgu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir en í þeim felast mikilvægar vísbendingar til skólafólks sem nýst geta til að auka árangur og áhuga drengja á lestri.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with boys' reading motivation and it has two main aims. On the one hand it aims to examine teenage boys' current motivation for reading and whether this motvation has changed as they progress through the school system, and, on the other, it seeks to study how the teaching of reading is organized at the intermediate and higher levels of elementary school and how teachers try to increase boys' reading motivation. A qualitative study was carried out, where eight boys, aged 12 to 14, and four experienced teachers were interviewed. The theoretical background of the thesis covers previous research on motivation, reading and school work, and also includes a discussion on gender issues. Furthermore, this part presents methods which research has shown to be successful for teaching of reading where increased motivation and levels of activity as well as improved results for all aspects of literacy are emphasized.
  The main result of the study is that all the boys show a low level of motivation for reading at the same time as they are quite able to read when they believe it has any purpose. Their interest in reading started to dwindle when they were 10-11 years old and, according to them, the main reason for this was school books which were hard to understand, reading material which didn't meet their interests, and technological advancements. They enjoyed reading for pleasure sessions at school but teaching characterised by strong adherence to textbooks had a discouraging effect. According to the teachers, direct teaching of reading is highly limited at the intermediate and higher levels of elementary school, but various means are used in relation to reading comprehension, grammar and literature, and varied and creative teaching methods increase the pupils' motivation. None of the teachers carried out any work which focused specifically on analyzing and utilizing the pupils' strong sides and interests in order to increase their motivation for reading and enhance their performance.
  These results generally conform to the results of previous research, but they contain important clues which those who work in schools can use to improve boys' performance and motivation for reading.

Samþykkt: 
 • 10.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RagnheidurLilja_Ritgerd_kdHA.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna