is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18727

Titill: 
  • Börn gera vel ef þau geta: skólaganga barna með ADHD
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 40 ECTS eininga verkefni til fullnustu M.Art. prófs við Háskólann á Akureyri, kennaradeild, hug –og félagsvísindasvið. Markmið verksins er að öðlast betri skilning á taugaþroskaröskuninni ADHD sem lengi vel var aðeins talin finnast meðal barna og unglinga, en er nú viðurkennt að fylgt getur fólki alla ævi. Nú um stundir beina fræðimenn sjónum sínum í æ ríkara mæli að mikilvægi þess að hafist sé sem fyrst handa til aðstoðar þeim sem glíma við ADHD, með það að markmiði að draga úr neikvæðum áhrifum hennar.
    Verkinu er ætlað að varpa ljósi á birtingarmyndir ADHD og hvað hugsanlega veldur þeirri röskun. Til að fá sem gleggsta mynd af lífi barna með ADHD og fjölskyldna þeirra var gerð eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjögur börn sem greind eru með ADHD, mæður þeirra og deildarstjóra í skólunum barnanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að börn með ADHD eiga undir högg að sækja félagslega og í flestum tilfellum einnig í námi. Mæðurnar hafa áhyggjur af stöðu barna sinna og segja uppeldi þeirra krefjast þrotlausrar vinnu. Þeim finnst skorta á þekkingu meðal almennings og skólafólks á vandanum og vegna þessa örli á fordómum í garð barna með ADHD og foreldra þeirra. Í ljós kom að innan grunnskóla er mikill vilji til að koma sem best til móts við þessa nemendur, en ytri aðstæður gera það ekki alltaf kleift.
    Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að auka þurfi almenna fræðslu um ADHD svo þeir sem haldnir eru þeirri röskun mæti frekar skilningi. Börn með ADHD þurfa á mikilli og stöðugri aðstoð að halda innan skóla jafnt sem utan. Þessi aðstoð má ekki vera tilviljanakennd, samvinna milli skóla og heimila barna með ADHD er algjör grundvallarþáttur í átt að bættri velferð þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    This thesis is a final project, 40 ECTS, towards Master´s degree at the University of Akureyri, Faculty of Education. The topic is ADHD, which is a neurological disorder and was long considered only found among children and adolescents. Now days the researchers pay more and more attention to how the disorder effect the life of adults and the importance of applying early intervention to reduce the negative effects of ADHD.
    The aim of the project is to get a better understanding on ADHD, what is the representation and what possibly cause the disorder.
    To obtain a more accurate picture of the life of children with ADHD and their families I conducted a qualitative study by interviewing four children, their mothers (the fathers were not willing to give an interview) and vice principals at four elementary schools. The results show that children with ADHD are in most cases disadvantaged both socially and academically. The mothers worried about the children situation and say their upbringing require extensive and intensive work. They feel there is a lack of knowledge among the public about ADHD, which causes trouble in participation for students dealing with this disorder. The mothers also experience a generous stigma towards children with ADHD and their families.
    The vice principals agreed that external circumstances sometimes make it impossible to accommodate students with ADHD as much as they need.
    The conclusion is that we need to increase general understanding that ADHD is a real disorder that needs to be handled in appropriate way. Children dealing with this disorder require extensive and ongoing assistance at school and in social life and collaboration between home and school is very important.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprófsritgerð Helga Sig.1.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna