is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18728

Titill: 
  • „Spegluð kennsla er snilld“ : rannsókn á viðhorfi gagnvart speglaðri kennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til M.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur, annars vegar að skoða viðhorf nemenda við Keili á speglaðri kennslu og hins vegar að kanna hverjir helstu kostir og ókostir þessa kennslufyrirkomulags eru. Markmið rannsakanda var að öðlast dýpri skilning á speglaðri kennslu og hvað beri að hafa í huga við notkun hennar. Í því skyni var rætt við þrjá kennara Keilis.
    Gagnasöfnun fór fram í mars 2014 og var gagna aflað með tvennu móti, annars vegar voru tekin viðtöl við þrjá kennara í Keili, en þar hefur kennsla verið spegluð síðan um haustið 2012, og hins vegar var lögð rafræn könnun fyrir staðnemendur í Keili. Í samvinnu við samnemanda í kennaradeild HA var gerð heimasíða sem ætluð er fyrir nemendur í þýsku (ÞÝS103). Á heimasíðunni má finna gagnvirkt námsefni í formi fyrirlestra, skýringa og verkefna sem útbúin voru í tengslum við þessa rannsókn. Við smíð námsefnisins var stuðst við niðurstöður erlendra rannsókna sem og niðurstöður megindlegrar rannsóknar sem lögð var fyrir nemendur Keilis. Hugmyndin er sú að efni heimasíðunnar geti nýst þýskukennurum sem kenna eftir spegluðu fyrirkomulagi.
    Niðurstöður rannsóknar sýna almenna ánægju nemenda í garð fyrirkomulagsins. Helstu kostir speglaðrar kennslu felast í aukinni virkni nemenda, möguleikanum á að horfa oft á fyrirlestra og góðri nýtingu á kennslustund. Meðal ókosta má nefna að nemendur verða að vera tengdir við Internetið og að aðferðin krefst nokkurs undirbúnings af hálfu kennara, sér í lagi í fyrsta skipti sem hún er notuð. Rannsóknin leiddi ljós mikilvægi þess að kennarar endurtaki ekki fyrirlestra sem settir hafa verið á netið í kennslustundunum sjálfum.
    Í kennslu er sífellt leitast við að virkja áhuga nemenda og fá þá til þess að taka þátt og vera sjálfstæðir. Spegluð kennsla virðist henta vel til þessa. Kennslufyrirkomulagið er fremur nýtt af nálinni og verður því gerð ítarleg skil í ritgerðinni og farið yfir niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið.
    Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að úrtakið er mjög lítið en það helgast af því að enn sem komið er kenna fáir speglaða kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final assignment for an M.Ed. degree in Education Sciences at Akureyri University. The main goal is twofold: to explore students´ attitudes towards flipped classroom at Keilir and identify advantages and disadvantages of the teaching arrangement. The researcher´s aim was to gain deeper understanding of flipped classroom and what needs to be considered when using it. To obtain this goal three teachers of Keilir were interviewed.
    The data was gathered in March 2014 and it was done both qualitatively and quantitatively. The quantitative data was gathered by sending a survey to the students of Keilir, an educational instituition where teaching has been flipped since autumn 2012. The qualitative data was gathered by interviewing three teachers at Keilir. In cooperation with a fellow student in Education Sciences at Akureyri University a homepage for a beginner’s course in German was designed. On the homepage video lectures, slides and projects can be found. In constructing the course material the findings of researches were used, both international ones as well as the quantitative research done in Keilir. The idea is that German instructors that choose to flip their classroom can use the homepage and the material that´s on it in their teaching.
    The results of the research indicate that students at Keilir are pleased with the teaching method. Among advantages of the method are more engagement on behalf of the students, the possibility to watch lectures repeatedly and good utilisation of a lesson. The need to be connected to the Internet is considered to be a disadvantage, as well as the considerable amount of time that teachers need for preparing, especially for the first time. The study reveals the importance of teachers not repeating the online lectures in class.
    In teaching the aim is always to encourage students to engage and be independent learners. Flipped teaching seems to be well suited for that. The method is rather new and it will be thoroughly discussed in this paper.
    The main restriction of the research is that the sample size is small because it is still quite rare for teachers to flip their classroom.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.-ritgerð.RagnhildurEva.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna