is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18731

Titill: 
  • „Þetta var bara svona venjulegt fjölskyldulíf.“ Hversdagslegt andóf þriggja óhefðbundinna fjölskyldna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður greint frá heimilisháttum þriggja óhefðbundinna fjölskyldna sem bjuggu saman á níunda áratugnum. Viðtöl voru tekin við einstaklinga, sem höfðu sem hluti af pari búið í nánu sambýli með öðru pari og börnum í tiltekinn tíma, um bakgrunn, ástæður og samfélag þegar sambúðin átti sér stað. Viðtölin voru greind með hliðsjón af kenningum fræðimanna um menningarlegt forræði, hversdagsmenningu, gagnmenningu og andóf sem og efnismenningu og þjóðfræðihópa. Skoðað var sérstaklega rýmið sem einstaklingarnir lifðu í, samband þeirra við hluti og matarhefð þeirra. Ennfremur var rýnt í hversdagslíf, perónuleg tengsl og kynjaskiptingu á heimilisverkum.
    Rannsóknin leiddi annars vegar í ljós að ráðandi hugmyndafræði þess samfélags sem einstaklingar koma úr hefur að einhverju leyti áhrif á hvernig þeir takast á við hefðbundnar hugmyndir um fjölskyldulíf og hversdagsmenningu og hins vegar að einstaklingar nota atbeini sitt innan valdaformgerðar samfélagsins þegar ákveðnar stjórnmálaskoðanir og hugmyndafræðilegur bakgrunnur liggur að baki.

Samþykkt: 
  • 10.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía Erla Svansdóttir.pdf440.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna