en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18732

Title: 
 • is Frímínútur : vannýtt tækifæri í skólastarfi
Submitted: 
 • June 2014
Abstract: 
 • is

  Umfjöllunarefni þessa meistaraprófsverkefnis er frímínútur í grunnskólum. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á því hvernig frímínútur geta eflt skólastarf og hjálpað skólum að uppfylla kröfur nýrrar aðalnámskrár. Kannað var hvernig frímínútum er háttað í tveimur grunnskólum, hvaða áhrif frímínúturnar hafa á skólabrag skólanna og hversu mikilvægar agastefnur skólanna eru fyrir starfsfólk skóla í starfi.
  Rannsóknin fór fram í tveimur grunnskólum í íslensku sveitarfélagi vorið 2014. Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar til þess að rannsaka viðhorf starfsfólks skólanna í gegnum viðtöl. Einnig voru vettvangsathuganir gerðar í frímínútum í báðum skólum og ýmis gögn um skólana greind m.a. niðurstöður skólanna í könnunum á vegum Skólapúlsins. Þátttakendurnir voru fjórir, tveir starfsmenn í hvorum skóla.
  Þó margir skólar séu þegar búnir eða byrjaðir að innleiða agastefnur, eineltisáætlanir, bæta vinnulag og þróa skipulag frímínútna til þess að bæta starf sitt þá finnst ennþá það viðhorf innan skólanna að frímínútur séu einungis geymsla fyrir nemendur. Slíkt viðhorf kemur í veg fyrir að litið sé á frímínútur sem mikilvægan hluta skólastarfs.
  Markviss agastefna virðist nýtast starfsfólki grunnskóla vel í starfi og allt bendir til þess að flestum nemendum líði vel í frímínútum. Það er þó töluvert um aðgerðarleysi og agavandamál í frímínútum skólanna tveggja. Með skipulögðum leikjum væri hægt að koma í veg fyrir aðgerðarleysi, agavandamál og einelti. Ef nemendur eru öruggir og líður vel í frímínútum hefur það áhrif á líðan þeirra almennt og jákvæð áhrif á skólabrag. Þannig ættu frímínútur að geta eflt skólastarf og hjálpað skólum að uppfylla kröfur aðalnámskrár um öruggt umhverfi, vellíðan og velferð nemenda og stuðla að jákvæðum skólabrag.

 • The topic of this M.Ed. research paper is recess. The aim is to shed light on how recess can improve the quality of schools and support schools in their efforts to meet national requirements. In the study conducted for this research paper data was gathered from two primary schools in one municipality in Iceland. In order to see how recess is organised, what effect it has on school climate in those schools and how important their approaches to student discipline are for the school staff.
  The research took place in the spring of 2014 and qualitative research methods were used for the most part. The views of school staff were attained through interviews and other data was gathered through observation during recess and the use of documents like surveys of the students’ experiences of bullying. There were four participants, two in each school.
  Although many schools have already changed or are planning to change their work processes and organisation to improve recess in their schools there are still many who think of recess merely as storage for students. That kind of attitude prevents people from seeing recess as a significant part of education.
  A school wide system of discipline appears to be useful for the school staff and all evidence supports that most students enjoy recess. However many students are bored or misbehave during that period. Supervised games during recess can prevent boredom, misbehaviour and bullying. If the students are happy during recess it affects them in other aspects of their life and leads to improvements in school climate. In that way recess can help schools meet the demands of the national policy which states that schools should provide a safe environment, positive school climate and promote the welfare of their students.

Accepted: 
 • Jun 10, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18732


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
M.Ed. verkefni_Frímínútur_Kristín Þóra.pdf858.69 kBOpenPDFView/Open