Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18742
Ferðaþjónusta á Íslandi er að verða ein stærsta atvinnugreinin hér á landi. Ferðamönnum fjölgar stöðugt og samkeppni í ferðaþjónustu er mikil. Árið 2010 var stofnaður fyrsti jarðvangurinn á Íslandi en hann nær yfir þrjú sveitarfélög á suðurlandi, Rangárþing Eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Jarðvangurinn fékk nafnið Katla jarðvangur. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvort klasasamstarf ferðaþjónustufyrirtækja innan Kötlu jarðvangs hafi áhrif á sjálfbæra efnahagslega þróun innan svæðisins og hvort það stuðli að samkeppnishæfni. Stuðst var við hugmyndafræði Dr. Michael E. Porter um klasa og samkeppnishæfni.
Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við vinnslu rannsóknarinnar og var rafræn spurningakönnun send út til ferðaþjónustufyrirtækja innan jarðvangsins. Niðurstöður leiddu í ljós að Katla jarðvangur hefur mikið til brunns að bera sem vel samkeppnishæft svæði miðað við önnur sambærileg svæði hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að ferðaþjónustufyrirtæki innan Kötlu jarðvangs bera frekar hag af klasasamstarfi og samkeppni í þeirra nærumhverfi kemur ekki niður á rekstri fyrirtækjanna.
Lykilorð: Ferðaþjónusta, Klasar, Samkeppnishæfni, Sjálfbær efnahagsleg þróun, Katla jarðvangur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Harpa Íshólm Ólafsdóttir.pdf | 1,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |