Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18744
Hver ber ábyrgð á öryggi ferðamanna í óbyggðum Íslands? Náttúra Íslands er helst aðdráttarafl landsins og 36% þeirra erlendu gesta sem hingað koma á ári hverju leggja leið sína um hálendi og óbyggðir. Eins og staðan er í dag virðist sem engin bein stefna sé til á Íslandi sem afmarkar ábyrgðir og skyldur yfirvalda og fyrirtækja gagnvart öryggi ferðamanna. Þegar horft er til aðgerða yfirvalda sem með beinum hætti snúa að öryggismálum í ferðamensku síðustu 20 árin virðast framfarir hafa staðið í stað á meðan fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið meiri. Framkvæmd öryggismála virðist nær eingöngu vera í höndum sjálfboðaliða samtaka, á meðan yfirvöld landsins keppast við að auka enn frekar komu ferðamanna til landsins en um leið þvo hendur sínar af allri ábyrgð gagnvart öryggi ferðamannsins.
Í rannsókn þessari er reynt að kortleggja skildur yfirvalda og einkaaðila gagnvart öryggi ferðamanna. Við gagnaöflun var notuð eigindleg rannsóknaraðferð, fimm hálf opin viðtöl og ein spurningakönnun.
Lykilorð: Öryggi ferðamanna, ábyrgð, forvarnir, óbyggðir, hálendi Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hver ber ábyrgðina IHA Final.pdf | 2,11 MB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |