is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18745

Titill: 
 • Ferðaþjónusta í Sveitarfélaginu Árborg: Staða stefnumótunar ferðamála í sveitarfélaginu
 • Titill er á ensku Tourism in the Municipality of Árborg: The state of tourism policy in the municipality
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni og hluti af Baccalaureum Artium gráðu í Ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Markmiðið með ritgerðinni er að kanna stöðu ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg, stefnumótun og eins hvernig söguleg arfleifð svæðisins er nýtt í ferðaþjónustu. Sveitarfélagið Árborg er vel staðsett í nálægð við höfuðborgarsvæðið og helstu náttúruperlur Suðurlands en hefur þó ekki náð að festa sig í sessi sem ferðamannastaður í þeim mikla uppgangi sem er að eiga sér stað í ferðaþjónustu á Íslandi. Mikil umferð liggur í gegnum sveitarfélagið þar sem þjóðvegur 1 liggur í gegnum Selfoss, stærsta þéttbýliskjarna sveitarfélagsins, þá er ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn að finna í bænum, enda er Selfoss þjónustkjarni Suðurlands. Sveitarfélagið hefur upp á margt annað að bjóða en verslanir, gistingu og veitingastaði. Þéttbýliskjarnarnir þrír, Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri eru landfræðilega mikilvægir með tilliti til samgangna og verslunar fyrr á öldum og svo er enn, þá staðreynd er svo hægt að tengja með beinum hætti við menningarsögulegt mikilvægi staðanna og mismunandi þýðingu þeirra fyrir sunnlenskt samfélag þá og nú. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem fyrirliggjandi gögn voru notuð ásamt viðtölum við tvo aðila sem voru valdir með markmiðsúrtaki. Unnið var með framboðsmódel fræðimannsins Gunn (2002) til þess að varpa ljósi á það hvað það er sem sveitarfélagið þurfi helst að huga að í uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá var skipulagsrit fyrir gerð ferðamálastefnu skoðað með tilliti til þróunar stefnumótunar hjá sveitarstjórn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikilvægar grunnstoðir til ferðaþjónustu eru til staðar en vöntun er á góðri stefnumótun til að hægt sé að þróa áfangastaðinn Árborg áfram og auka aðdráttarafl hans og ímynd.
  Lykilorð: stefnumótun, stefnumótun í ferðaþjónustu, Sveitarfélagið Árborg, menningartengd ferðaþjónusta, áfangastaður.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study is to explore the status of tourism in the Municipality of Árborg, its tourism planning and how the local cultural history is utilized as an attraction. The Municipality is well situated on the south coast of Iceland. The capital of Reykjavík is nearby and also the biggest natural attractions. However the Municipality is not the center of tourism it should be. The mainroad of Iceland runs straight through the town of Selfoss, which is the service center for both the tourists and the nearby towns and countryside. The Municipality has a lot to offer including the basic services it provides its residents. It has a rich and vast history that is different between the three towns that form the Municipality, Selfoss, Eyrarbakki and Stokkseyri. In the study a qualitative approach is used were secondary data is utilized along with interviews. The tourism functioning system by Gunn (2002) was used to realize what services the Municipality must have to increase the number of tourists that stop there. Also the development plan for tourism development in marginalized and other types of communities by George, Mair and Reid (2009) was used to visualize the next steps in tourism planning. The conclusions show that the fundamental pillars of tourism are in place but a tourism plan is needed with the involvement of the entire municipality for Árborg to evolve as a destination and become mora attractive.
  Keywords: policy tourism, tourism policy development, the Municipality of Árborg, cultural tourism, destination.

Samþykkt: 
 • 11.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Vor 2014-Jónína Ásta Ölversdóttir.pdf713.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna