is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18747

Titill: 
  • Hver er staða ferðaþjónustu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi út frá sjónarmiðum sjálfbærni ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í BA ritgerðinni leita ég svara við rannsóknarspurningunni: Hver er staða ferðaþjónustu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi út frá sjónarmiðum sjálfbærni? Markmiðið var að skoða skipulagsgögn og áætlanir sveitarstjórnar og kanna hvort hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar sé höfð að leiðarljósi í skipulagi og framkvæmd ferðaþjónustu.
    Skilgreind er fræðileg merking hugtaka og aðferðarfræði er varðar sjálfbæra þróun og tengsl hennar við ferðaþjónustu. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt sem fólst í að lesa og greina fyrirliggjandi gögn. Þau gáfu nokkuð góða mynd af þeim markmiðum sem unnið er eftir og framtíðarsýn þar sem sem forsendur sjálfbærrar þróunar koma í auknum mæli inn sem markmið. Fræðileg gögn eru ætluð til að dýpka skilning á hugtökum og aðferðum sem sérfræðingar hafa rannsakað og ekki síður til að læra um viðurkenndar leiðir til að efla almenna samstöðu um sjálfbæra þróun í ört vaxandi ferðaþjónustu.
    Niðurstöður sýna að ferðaþjónusta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki umsvifamikil enda um jaðarsvæði að ræða. Almenn vitund rekstraraðila í ferðaþjónustu um mikilvægi sjálfbærrar þróunar er ekki há ef marka má netlægt kynningarefni. Sveitarstjórn hefur aukið vægi sjálfbærnisjónarmiða í skipulagsgögnum og atvinnuþróun felur í sér aukna áherslu á uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu. Auka þarf almenna fræðslu um hugmyndafræðina til að stuðla að skilningi og innleiðingu.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð RósaKristinBen (3).pdf4.47 MBOpinnPDFSkoða/Opna