is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Fiskeldis- og fiskalíffræðideild > BS verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18748

Titill: 
  • Stærðarbreytileiki og mismunr í vendni flundruseiða (Platichthys flesus) á ósasvæðum umhverfis Ísland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flundran er nýr landnemi við Ísland og lífshættir hennar hérlendis eru að miklu leiti óþekktir. Frekari athugana er þörf þar sem áhrif flundrunnar á vistkerfi sitt eru ekki þekkt til fullnustu. Við gerð þessarar rannsóknar var rafveitt á nokkrum ósasvæðum á Suðaustur- og Suðurlandi auk valdra svæða í Faxaflóa og Breiðafirði. Lengdardreifingar 0+ og 1+ seiða voru bornar saman milli landshluta auk þess sem horft var til stærðardreifingar hvers árgangs snemma vors og aftur þegar lengra var liðið á sumarið. Niðurstöður sýndu að 0+ seiði ganga í ósana í júní og bæði 0+ og 1+ seiði voru stærst á Suðurlandi en minnkuðu eftir því sem norðar dró. Líklega hefur ólíkur sjávarhiti á milli þessara landsvæða áhrif á vöxt og hugsanlega ganga seiðin fyrr í ósana sunnan við land en þau gera norðar. Slíkt gæti haft jákvæð áhrif á vöxt samhliða hærra hitastigi. Þar sem engin 0+ seiði veiddust á Suðausturlandi mætti leiða líkur að því að seiðin gangi síðar í ósana þar en í öðrum landshlutum.Vendni virtist einnig breytast eftir landshlutum og hlutfall vinstri vendna einstaklinga er minnst á vestur- og suðvesurlandi (Breiðafirði og Faxaflóa) en eykst svo á Suðurlandi og lækkar svo aftur á Suðausturlandi. Ekki er vitað fyrir víst af hverju þessi breytileiki stafar en hann gæti tengst mismunandi sjávarhita eftir landshlutum. Breytileiki í vendni fylgir sömu stefnu og stærðarbreytileiki 0+ og 1+ seiða.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærðarbreytileiki og mismunur í vendni flundruseiða (Platichthys flesus) á ósasvæðum umhverfis Ísland.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna