is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18752

Titill: 
  • Hvernig nýta kennarar á unglingastigi tölvutækni í kennslu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna það hvort og hvernig kennarar á unglingastigi nýta tölvutækni í kennslu sinni. Enn fremur var lagt upp með spurningar um það hvort kennarar telja sig tilbúna eða hæfa til þess að nýta þá tölvutækni sem er til staðar og hversu mikið þeir telja sig þurfa að kenna upplýsinga- og tæknimennt samkvæmt markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla 2011.
    Rannsóknin var eigindleg rannsókn með rannsóknarsniði sem flokkast undir tilviksrannsóknir. Gagnaöflun fór fram með viðtölum við fimm kennara á unglingastigi í tveimur grunnskólum á landsbyggðinni. Viðtölin fóru öll fram í marsmánuði 2014 og voru tekin í þeim skóla þar sem þátttakendur starfa.
    Helstu niðurstöður sýndu töluverðan mun á því hvernig kennarar nýta tölvutækni í starfi sínu eftir skólum. Allir þátttakendur nýta sér tölvutækni í starfi en mismikið eftir skólum.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.6.2020
Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð LOKALOKASKIL-3.pdf689.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna