is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18754

Titill: 
 • Vinátta leikskólabarna : áhrif leikskólakennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknarritgerð þessi fjallar um vináttu leikskólabarna. Vinátta er öllu fólki mikilvæg og mér hugleikinn. Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar eru þau áhrif sem vinátta hefur á börn og velferð þeirra. Fjallað er um rannsóknir á vináttu og skilgreiningar á henni bæði hvað varðar börn og fullorðið fólk. Stuttlega er gerð grein fyrir mismunandi viðhorfum til vináttu, tengd þeirri menningu sem fólk býr í. Til að setja efnið í samhengi við leikskólann er fjallað um áhrif skóla, umhverfis innan skóla og kennara á vináttu barna.
  Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar er fjallað um það hvernig leikskólakennarar sjá og túlka vináttu leikskólabarna, hvaða áhrif þeir telja að hún hafi á börn og hvaða áhrif vinaleysi geti haft. Til skoðunar eru þau áhrif sem leikskólakennarar telja að þeir geti haft á vináttu og hvernig þeir bregðast við þegar kemur að börnum sem eiga ekki vini. Sú rannsóknaraðferð sem notuð var er eigindleg, byggð upp á viðtölum við sex leikskólakennara með misjafnlega langa reynslu af kennslu. Mitt markmið með rannsókninni var að komast að því hvernig kennarar túlka sinn þátt í vináttu barna og hvort þeim finnist þeir eigi að hafa áhrif á þann hluta í lífi barna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru meðal annars þær að leikskólakennarar vilja að leikskólabörn séu ánægð í leikskólanum, fram komu ýmis ráð sem nota má til að hjálpa börnum félagslega og gefa börnum stuðning í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur hvort sem það er leikur, vinátta, eða almenn kennsla sem fer fram í leikskólanum. Lögð var áhersla á tilfinningalega leiðsögn af hálfu flestra leikskólakennaranna, þeir töldu að hún leiddi til þess að börn lærðu betur að þekkja sig.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this paper is to research preschools children’s friendships. Friendship is important for most people and has been on my mind lately. The main focus in this paper is the effect friendship has on preschoolchildren and on their future welfare. The paper is twofold, empirical and research part. In the empirical part I focused on researches that have been done on friendship and definitions on friendship both for children and adults. I looked into different views on friendship connected to different culture that people live in. To put this in preschool perspective I will discuss the effect, school environment and teachers have on friendship.
  In the research part of the paper I focused on how preschool teachers interpret children’s friendships, what effect they think it has on children and how it affects children to have no friends, what affect they as a teacher‘s can have on friendship and how they act when children do not have friends. The research part is a qualitative research based on interviews. My data is six interviews and the participants ware preschool teachers that had various years of experience in teaching. What I was trying to accomplice with this research was to find out how teachers see their part in children’s friendship and if they believed that they should have a part in that part in the child’s life. The main results showed that preschool teaches want the children to be happy at preschool and they talked about different strategies which they uses to help children to play, from a friendship and other things. They talked about their role in providing the children with emotional guidance, and giving the children tools to know about themselves and their feelings and emotions.

Samþykkt: 
 • 11.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞórhallaFriðriksdóttir_Ritgerd_kdHA.pdf849.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna