is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18755

Titill: 
  • Do, re, mí, fa, grín, grín, grín
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húmor og fyndni eru alls staðar. Fólk er fyndið, dýr eru fyndin, fólk hlær af ýmsum orsökum en getur tónlist verið fyndin? Oft heldur fólk því fram að einhver tiltekin tónlist sé fyndin en síðan kemur í ljós að stæði tónlistin ein og sér án texta væri hún ekkert fyndin. Hvernig getur tónlist verið fyndin án texta?
    Ritgerð þessi er lokaritgerð til BMus prófs í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands. Í ritgerðinni verður skoðað hvers vegna fólk hlær að tónlist. Hvaða tól og tæki tónskáld nota til þess að framkalla hlátur hjá áheyrendum. Skoðuð verður rannsókn sem gerð var á verkum P.D.Q. Bach og hvað það var sem helst kallaði fram hlátur viðbrögð hjá áheyrendum. Tekin verða viðtöl við fjóra einstaklinga tengda íslensku tónlistarlífi um hvort þeim finnist tónlist vera fyndin og hvernig fyndni tengist störfum þeirra.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Do,re,mi,fa,grin,grin,grin.pdf233.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna