is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18757

Titill: 
  • Hverafuglar : tónaföndur Þorkels Sigurbjörnssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þorkell Sigurbjörnsson er án nokkurs vafa eitthvert afkastamesta tónskáld Íslendinga. Eftir hann liggja í kringum 350 verk af ýmsum gerðum. Það samfélag sem blasti við Þorkeli við upphaf starfsævinnar þurfti á kröftum hans að halda. Hann skoraðist ekki undan og gaf sig allan í kennslu, félagsstörf og tónsmíðar. Tónlistin á Íslandi var seinþroska og hingað höfðu ekki borist framandi tónar þegar Þorkell kom heim úr námi við upphaf 7. áratugarins. Þorkell bar með sér ferskan blæ sem innihélt framandi tóna og undarleg hljóð. Afstaða Þorkels til tónsmíðanna verður að teljast nokkuð sérstök en hún var honum og íslensku tónlistarlífi farsæl. Hann var forvitinn og lék sér af alúð með tónana sem hann valdi sér í því sem hann kaus að kalla tónaföndur. Hann lék sér ekki einungis að tónum heldur einnig að orðum og það má sjá í skemmtilegum og hnyttnum titlum verka hans. Hér verður skyggnst í tónaföndur Þorkels í verkinu Hverafuglar og skoðað hvað býr að baki tónsmíðaaðferðum og hugmyndafræði hans.

Samþykkt: 
  • 11.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd1_Asbjorg.pdf2.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Vidauki_V.pdf764.76 kBLokaður til...01.01.2050ViðaukiPDF