en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18758

Title: 
  • Title is in Icelandic Kóngur vill sigla
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Benny Goodman er án efa einn merkasti djassklarínettuleikari allra tíma. Hann var forsprakki sveiflunnar (en. swing) og fékk því viðurnefnið Konungur sveiflunnar. Leikni hans á klarínettuna og gæði hljómsveitar hans vöktu verðskuldaða athygli og hljómsveitin varð fljótt vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldarinnar. Á fimmta áratugnum varð ný djasstónlistarstefna, Bebop, sífellt vinsælli á kostnað sveiflunnar. Tók Goodman því á það ráð að leita á ný mið eftir áheyrendum. Sígilda tónlistin var svarið. Það er hægara sagt en gert er að fara úr því að leika djass, yfir í sígilda tónlist. Því hóf Goodman nám hjá klassískt menntuðum klarínettuleikurum til að tileinka sér hina sígildu list.
    Útkoman fékk mjög misjafna dóma gagnrýnenda og flestir þeirra voru fremur slæmir. Þrátt fyrir framúrskarandi tækni á klarínettuna, þá vantaði alla tilfinningu fyrir hinum „nýja“ stíl. Svar Goodmans við þessu mótlæti var að panta ný verk af mörgum þekktustu tónskáldum samtímans. Vegna gífurlegra vinsælda hans sem tónlistarmaður neitaði enginn þessum bónum hans og liggja eftir mörg verk, sem samin voru handa Goodman. Tónskáld á borð við Béla Bartók, Darius Milhaud, Paul Hindemith, Morton Gould og Malcolm Arnold sömdu verk fyrir Goodman, svo einhverjir séu nefndir. Þótt tilraun Goodman til að verða klassískur hljóðfæraleikari hafi misheppnast, þá var hún engu að síður mikilvæg. Mörg af verkunum sem samin voru fyrir Goodman eru með þekktustu klarínettuverkum 20. aldarinnar. Þótt hann hafi ekki skilið mikið eftir sig sem flytjandi sígildrar tónlistar, þá er hann samt sem áður einn mikilvægasti klarínettuleikari 20. aldarinnar.

Accepted: 
  • Jun 11, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18758


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð (lokaútgáfa) BIT.pdf1.5 MBOpenHeildartextiPDFView/Open