Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18760
Ritgerð þessi fjallar um hljóðstyrk sem er skilgreindur og útskýrt hvernig hann er mældur auk þess sem gerður er greinarmunur á raunhljóðstyrk og skynjuðum hljóðstyrk eftir tíðnirófi. Gerð er grein fyrir helstu atriðum sem koma að sambandi raunhljóðstyrks og skynjaðs hljóðstyrks. Sýndar eru niðurstöður rannsókna á hljóðstyrk allra heyranlegra tíðna í gröfum og þau útskýrð. Sem samantekt má segja að dýpka megi skilning á hljóðstyrk með sérstakri skoðun á jafnstyrksgröfum. Hvort sem það er skynjaður hljóðstyrkur tveggja hreinna tíðna eða að hluta til hylmuð tíðni má nú álykta með meiri nákvæmni áætlaðan hljóðstyrk og innbyrðis afstöðu hljóðstyrks hvort sem það er með jöfnum hljóðstyrk eða tvöfalt hærri eða lægri styrk. Niðurstöður rannsóknanna geta nýst tónskáldum og tónlistarmönnum hvort sem það er við útsetningar tónsmíða fyrir hljóðfæri eða við hljóðblöndun tónlistar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skynjun hljóðstyrks.pdf | 473.69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |