is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1877

Titill: 
  • Viðhorf og væntingar til náms í íslensku á unglingastigi : könnun á viðhorfi til náms og námsefnis í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Námsefni, kennsla og kennsluhættir eru lykilþættir sem saman skapa góða heild sem gerir kennslugrein áhugaverða ef vel tekst til. Kveikjan að þessari rannsókn var sú að annar skólinn sem kannaður er í rannsókninni er að reyna nýtt námsefni sem hannað er af kennurum skólans og er það á margan hátt frábrugðið því efni sem er kennt annars staðar. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvort nýtt námsefni og nýstárlegir kennsluhættir geti hugsanlega haft áhrif á viðhorf nemenda til þeirra til íslensku; finnst þeim hún gagnleg og skemmtileg? Hvað er skemmtilegast? Hvað mætti vera með öðru móti? Í rannsókninni eru svör nemenda tveggja skóla með ólíkar áherslur og ólíkt kennsluefni borin saman og rædd og kannað hvort megi tengja hugsanlegan viðhorfsmun við námsefni og kennsluhætti. Úrtakið var 202 nemendur, 107 úr skóla A, þar sem kennsluefni og kennsluhættir eru með hefðbundnum hætti, og 95 úr skóla B, þar sem tilraun er gerð með nýstárlegt kennsluefni og óhefðbundna kennsluhætti. Nemendur svöruðu spurningalista sem lagður var fyrir. Spurningarnar tengdust námi almennt og viðhorfum til íslensku eins og hún er kennd í efri bekkjum grunnskóla. Niðurstöðurnar voru nokkuð ljósar. Í svörum nemenda kom í ljós að meiri ánægja ríkti í skóla B; þar var töluvert hærra hlutfall nemenda ánægðir með kennsluefnið í íslensku. Í skóli A var hins vegar hærra hlutfall nemanda sem voru hvorki ánægðir né óánægðir og frekar óánægðir. Nemendur í skóla B völdu íslensku sem skemmtilegustu námsgreinina á meðan nemendur í skóla A völdu íslensku sem þá námsgrein sem þeim fannst síst skemmtileg. Niðurstöður telur höfundur að rekja megi til tengsla á milli námsefnis, kennsluhátta og viðhorfs til námsgreinarinnar í skólunum tveimur.
    Lykilorð: væntingar.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 10.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða B.Ed-prófs.pdf497.05 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
B.ed.verkefni 25 aprøil 2008 1xx.pdf347.55 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Fylgiskjö2008.pdf129.92 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna