is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18770

Titill: 
  • Athuganir á vinnslu verðmætra efna úr vinnsluvatni frá fisk- og rækjuiðnaði með fleytiaðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gríðarlegt magn af vatni er notað í fiskiðnaði, sérstaklega við vinnslu á rækju. Algengt er að vinnsluvatni úr sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi sé dælt beint í sjó, sum fyrirtæki hafa fyrir því að grófhreinsa vatnið, þar sem tægjur, bein og skel eru síuð frá en önnur setja það óhreinsað út í sjó með tilheyrandi mengun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt sé að hreinsa vinnsluvatn með fleytikerfi og vinna samtímis verðmæt efni á borð við prótein, litarefni, kítín og fituefni úr vinnsluvatninu.
    Markmið verkefnisins var að skoða möguleika á vinnslu verðmætra efna með áherslu á prótein úr vinnsluvatni frá rækjuiðnaði og þorskhausaþurrkun með hjálp fleytikerfis. Fleytikerfi byggir á því að uppleystum ögnum er fleytt upp á yfirborð með hjálp loftbóla og uppsöfnuðum efnum er fleytt ofan af. Fleytikerfið var keyrt við mismunandi aðstæður með það að markmiði að vinna sem mest þurrefni úr vinnsluvatninu. Niðurstöður verkefnisins bentu til þess að töluvert væri hægt að hafa áhrif á þurrefnisheimtur úr vinnsluvatninu, hvort sem það var úr rækjuvinnslu eða úr þorskhausaþurrkun. Prófaðar voru vinnslur með agnabindara og kom í ljós að hægt var að auka þurrefnisheimtur með notkun hans úr u.þ.b. 2% upp í 4%.
    Þétting á floti, hvort sem um skilvindun eða síun var að ræða skilaði aukningu á þurrefni úr 4% í 14%. Niðurstöður próteinmælinga gáfu til kynna að í flotinu væri prótein (4,8 - 8,5% af þurrefni). Greining á samsetningu próteinanna í flotinu með rafdrætti sýndi að um mörg mismunandi prótein er að ræða. Samsetning próteinanna var mismunandi eftir því hvort um vinnsluvatn úr rækjuvinnslu eða hausaþurrkunarverksmiðju var að ræða. Fleiri bönd mynduðust þar sem notaður var agnabindari, sem gefur til kynna fleiri gerðir próteina. Það má því álykta að notkun fleytikerfis við hreinsun vinnsluvatns sé vænleg leið til að vinna verðmæt efni á borð við prótein úr vinnsluvatni.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Stefanía Inga.pdf1.25 MBOpinnPDFSkoða/Opna