is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18771

Titill: 
 • Markaður fyrir þorsk í Þýskalandi : þróun og tækifæri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna stöðu þýska þorskmarkaðarins í samanburði við aðra mið-evrópska markaði og skoða hvort reikna megi með aukinni þorskneyslu í Þýskalandi.
  Fjallað verður um söguleg viðskipti á þorski, neysluhefðir á fiski í Þýskalandi, magn- og verðþróun þorsks og þessi atriði borin saman við stöðu þorsks síðustu ár og nú til dags.
  Í samanburði við nágrannalönd Þýskalands er hægt að segja að markaðurinn fyrir ferskan þorsk í Þýskalandi sé tiltölulega takmarkaður þrátt fyrir töluverðan vöxt síðustu árin. Þorskur hefur ekki verið algeng tegund á borðum Þjóðverja. Þó hefur orðið umtalsverð breyting síðustu ár og vinsældir þorsks hafa verið að aukast.
  Á heimsvísu hefur framboð á ferskum þorski verið að aukast mikið undanfarin ár með auknum aflaheimildum í Barentshafi. Innflutningur á heilum ferskum þorski og þorskflökum til Þýskalands hefur vaxið til muna síðustu árin. Á sama tíma hafa hefðbundnar tegundir eins og síld tapað markaðshlutdeild og er frekar litið á þær sem gamaldags afurðir.
  Segja má að markaðurinn sé meira farinn að horfa til ferskra afurða af tegundum eins og; laxi, ufsa, karfa og þorski. Óhætt er að segja að umtalsverðir vaxtartækifæri séu fyrir ferskar þorskafurðir á þýskum neytendamarkaði ef rétt er haldið á spilunum.
  Lykilorð:
  Þorskur, Viðskipti, Markaður, Evrópa, Þýskaland.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim with this thesis was to analyse the German market for cod in comparison to other mid-European markets and to study if the development of the consumption of fresh cod is heading in a positive direction.
  The historical trade with cod will be addressed amongst traditional German fish consumption, the development in quantity and price of imported goods and that compared to the status of the cod in the past, present an predicted future.
  In comparison to other neighbouring countries the german market is still despite a recent growth a small market for fresh cod. Cod has not been a common fish species consumed in Germany. Still there has been a positive change in the last few years and the popularity of cod been increasing.
  Worldwide the supply of fresh cod has been increasing due to higher catch quotas in the Barents Sea. Imports of whole fresh cod and cod fillets to Germany have also been increasing in recent years. At the same time popular species like hering have been loosing some marketshare because they are more and more seen as an old-fashioned product. The german market has started to shift more to fresh products of fishspecies like salmon, alaska pollock, redfish and cod.
  There is a definit chance for further increase in consumption of fresh cod products in the following years.
  Key words:
  Cod, Trade, Market, Europe, Germany.

Styrktaraðili: 
 • IceFresh GmbH
Athugasemdir: 
 • Læst til 15.6.2016
Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AðalheiðurAlfreðsdóttir-Lokaritgerð(Lokaútgáfa).pdf1.91 MBOpinnPDFSkoða/Opna