is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18775

Titill: 
  • Laxeldi hjá Fjarðalaxi : hitabreytingar í fiski frá slátrun til útflutnings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru kæliferlar skoðaðir hjá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalax ehf og hitabreytingar skoðaðar með tilliti til stærðar á fiskinum. Tvær aðferðir voru notaðar til að skoða hitastig fisksins. Annars vegar voru hitanemar settir í fiska um leið og þeim var slátrað, og hinsvegar voru fiskar handmældir í gegnum allt ferlið. Niðurstöðurnar voru skoðaðar með tilliti til HACCP (Hazard analysis and critical control points) greiningar fyrirtækisins og athugað hvort hitastig hafi áhrif á lokaafurðina. Farið var aðeins yfir stöðu sjávarútvegs á Íslandi sem og stöðu fiskeldis ásamt því að skoða útflutningsverðmæti lax úr eldi og kröfur markaðarins. Skoðað var nánar fyrirtækið Fjarðalax, saga þess og markmið. Gæðakerfi fyrirtækisins var vel tekið fyrir og farið yfir þær hættur sem geta myndast við vinnslu á afurðinni. Þá voru skoðuð áhrif hitastigs á lax með tilliti til örveruvaxtar, ásamt því að skoða kjörhitastig og ofkælingu í eldiskvíum. Rannsóknin sjálf fór fram um borð í skipi Fjarðalax, Arnarfelli, sem slátraði við kvíar í Patreksfirði, ásamt því að hitamælingar fóru fram í vinnslu Fjarðalax á Patreksfirði. Tilraunin sjálf tók um fjóra sólarhringa með öllu, en tilgangurinn var að skoða hitabreytingar frá slátrun og þar til fiskurinn hafði verið geymdur í kæli í að minnsta kosti 48 klukkustundir. Þessi tímalengd var valin með hliðsjón af því að það tekur um tvo sólarhringa að flytja afurðina á Ameríkumarkað eftir að henni hefur verið pakkað. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé mikill munur á hitabreytingum í stórum og litlum fiski eftir að honum hefur verið pakkað og ennfremur að hitastig fisksins helst vel undir +2°C í gegnum allt ferlið.

Athugasemdir: 
  • Læst til 1.5.2016
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Lilja Sig.pdf2.18 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna