is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18778

Titill: 
 • Veiðigjöld og úthlutanir úr "pottum"
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lykilorð: Veiðigjöld, úthlutanir úr pottum, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar
  Vegna efnahagshruns á Íslandi hefur sjávarútvegur hér á landi upplifað sín bestu rekstrarár síðan fiskveiðistjórnunarkerfinu sem nú er við lýði var komið á. Samhliða auknum arði hefur sú umræða í samfélaginu að greitt sé gjald fyrir aðgang að auðlindinni magnast. Til að bregðast við þeirri umræðu var komið á veiðigjöldum á kvóta. Heimild sjávarútvegsráðherra til að skerða aflaheimildir um 5,3% og úthluta í svokallað „potta“ á það til að gleymast í umræðunni. Tilgangur þessarar ritgerðar er að greina hvernig þessi atriði, þ.e.a.s. veiðigjöld og úthlutanir úr pottum leggjast á sveitarfélög. Rannsóknarspurningar ritgerðarnar eru:
  1. Hvernig skiptist veiðigjaldið og úthlutanir úr pottum á milli sveitarfélaga hér á landi?
  2. Eru veiðigjöld í öðrum sambærilegum löndum?
  Í ritgerðinni er farið yfir sjávarútveginn eftir efnahagshrun og rekstur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna tekinn fyrir. Farið er yfir hvernig úthlutanir úr pottum hafa þróast frá 2003 og hvaða sveitarfélög fá mest úthlutað úr hverjum potti. Farið er yfir hvernig veiðigjöld eru tilkomin, hvernig þau hafa þróast hér á landi og hvernig þau leggjast á fyrirtækin og sveitarfélög. Farið er yfir hvernig veiðigjöldum er háttað í öðrum löndum.
  Helstu niðurstöður eru þær að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur haldist stöðugur fyrir og eftir efnahagshrun ef litið er á EBITDU hlutfall af tekjum. Rekstur þeirra fyrirtækja sem stunda veiðar og vinnslu uppsjávarafurða er að meðaltali betri en rekstur þeirra fyrirtækja sem stunda vinnslu og veiðar á bolfisk.
  Verðvísitölur uppsjávarafurða hafa aukist eftir efnahagshrun en sumir afurðaflokkar bolfisksafurða hafa átt undir högg að sækja. Veiðigjöld hafa aukist mikið eftir efnahagshrun og álagningar á tegundir hafa sveiflast mikið frá því að sérstaka veiðigjaldinu var komið á árið 2012. Sum sveitarfélög hér á landi fá meira til baka í formi verðmæta eða ívilnana í sjávarútvegi, en þau láta frá sér.
  Veiðigjöld eru í Færeyjum, Grænlandi og á Nýfundnalandi en með öðru sniði en tíðkast hér á landi. Önnur sambærileg lönd kannast ekki við slíka gjaldtöku.

 • Útdráttur er á ensku

  Keywords: Fishing fees, distribution of quota, regional catch quota, longline fishing concession, inshore fisheries.
  In 2008 Iceland suffered an economic meltdown and at the same time the Icelandic krona decreased in value. Since then the Icelandic fisheries industry has experienced the best operation years since the Icelandic fisheries management system was established. With more revenue and profits there was also increasing desire in the community that the companies who use the resource should pay a fee to the real owners of the resource, the Icelandic people.
  Quota owners are not only paying fishing fees but also is the quota reduced by up to 5,3%. This reduction is used for distributing quota to regional catch quota, inshore fishing, longline fishing concession and catch decreasing compensations. In this thesis the following questions was answered:
  1. How is the fishing fee and reduction and distribution of quota divided between municipality in Iceland?
  2. Is there fishing fees in other comparable countries?
  The main results of this thesis is that the EBITDA ratio is quite stable before and after the crises. The companies which focus on catching and processing pelagic species has in average much better financial ratios then companies which focus only on catching and processing groundfish species. Price index for pelagic products has been increasing since the crises and for groundfish as well, but some groundfish products, such as salt fish products have been decreasing.
  Fishing fees have increased dramatically since the crises and the levy on each species has fluctuated. Some municipality gain more from the quota distribution system in Iceland than they are reduced.
  Similar fishing fees systems can be found in Faroe Islands, Greenland and Newfoundland, Canada. Other comparable countries do not have similar fishing fees systems.

Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veiðigjold og uthlutanir ur pottum.pdf2.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna