Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18785
Hugtakið karlmennska er félags- og menningarlega mótað og breytast því hugmyndir um karlmennsku með hverri nýrri kynslóð. Karlmannslíkaminn er í dag mjög sýnilegur í fjölmiðlum og hefur áhersla á vöðvamikinn líkama aukist á síðustu áratugum. Kúrekinn var lengi vel táknmynd karlmennskunnar en í upphafi níunda áratugarins tóku hasarhetjurnar við af honum sem áttu það allar sameiginlegt að vera mun vöðvameiri en áður hafði þekkst. Í ritgerðinni verður fjallað um kenningar sem tengjast karlmennskuhugmyndum, líkamsmyndum einstaklinga og hvernig karlmannslíkaminn birtist okkur í fjölmiðlum. Skoðað verður hvaða breytingar hafa orðið á líkama Ofmennisins og Leðurblökumannsins í kvikmyndum frá upphafi til dagsins í dag en þeir eiga það sameiginlegt að hafa birts reglulega á hvítatjaldinu síðan um 1950. Þá verður birtingarmynd James Bond skoðuð út frá karlmennskuhugmyndum og kortlagt hvernig hegðun hans og líkami breytist í takt við ríkjandi karlmennskuhugmyndir.
The concept of masculinity is socially and culturally defined. Hence, the ideas of masculinity change with every new generation of men. The male body is quite explicitly displayed in today's media and the emphasis on muscular bodies has escalated over the past few decades. The cowboy used to be a symbol of masculinity but in the 1980s the action heroes that replaced him all had one thing in common; bigger muscles. This study looks into different masculinity theories, body image and how the male body is portrayed in the media. The body transformation of Superman and Batman in motion pictures is diagnosed as they have both appeared regularly on the big screen since 1950. James Bond is diagnosed from the perspective of different masculinity theories and how his body and attributes have changed with time.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Ritgerð_Agnar_Berg.pdf | 1,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |