is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18786

Titill: 
 • Suzuki tónlistaraðferðin : hvernig hefur aðferðin þróast á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni er fjallað um Suzuki tónlistarkennsluaðferðina en hún er kennd við upphafsmann sinn Shinichi Suzuki fiðluleikara. Suzuki var fæddur og uppalinn í Japan, sonur virts fiðlusmiðs og var það fyrir tilstuðlan starfs föðurins sem áhugi hans vaknaði á því að leika á fiðlu. Suzuki dvaldi lengi í Þýskalandi við nám en sneri að því loknu til heimalands síns og hóf þá fljótlega að kenna fiðluleik. Umfang kennslunnar var fyrst um sinn smátt í sniðum en ekki leið á löngu áður en fjöldi barna var farinn að stunda nám við skóla hans. Í dag er Suzuki kennsluaðferðin kennd um allan heim og nýtur hún mikilla vinsælda og virðingar.
  Í ritgerðinni er sagt frá upphafi kennsluaðferðarinnar og skýrt frá því hvernig námið er uppbyggt. Börn byrja almennt mjög ung í námi en nálgun þess tekur mið af því hvernig börn læra móðurmál sitt. Suzuki var sannfærður um að öll börn ættu erindi í tónlistarnám og þróaði hann kennsluaðferð sína með það að leiðarljósi.
  Vegna ungs aldurs nemenda er aðkoma og virkni foreldra mjög mikil í Suzukinámi. Kennsluaðferðin hefur því nokkra sérstöðu í samanburði við hefðbundið tónlistarnám. Annað sem einkennir aðferðina er að ekki er stuðst við nótnalestur fyrr en þó nokkuð er liðið á tónlistarnám nemenda. Fjallað er um það hvernig Suzuki kennsluaðferðin barst til Íslands og hvernig hún hefur þróast hér á landi. Í upphafi var aðferðin aðeins kennd á fiðlu en hefur nú náð útbreiðslu til fjölmargra annarra hljóðfæra. Boðið er upp á nám í kennslufræði á þessu sviði hér á landi sem erlendis og er mikil ásókn í það nám.
  Sjálf stundaði ég nám í Suzukifiðluleik og hef ég einnig kennt samkvæmt henni. Ég hef mikinn áhuga á þróun kennslu á þessu sviði og er það ástæða þess að ég skrifa þessa ritgerð.

Samþykkt: 
 • 16.6.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaskil.pdf282.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna