Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18795
Fjölskyldumynstur hafa breyst mikið síðustu árin og virðist kjarnafjölskyldan ekki vera eins ríkjandi og áður var. Stjúpfjölskyldum fer fjölgandi hér á landi og lítið af rannsóknum liggja fyrir sem varpa ljósi á þá mögulegu erfiðleika sem þeirri nýju heild fylgir. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að streitu upplifun einstaklinga innan stjúpfjölskyldna virðist vera meiri samanborið við streitu í kjarnafjölskyldum. Álag og streita fylgja oft í kjölfarið þegar tekist er á við breytingar eins og að byggja upp nýja fjölskylduheild. Markmið rannsóknarinnar var að skoða álags- og streituvalda meðal para í stjúpfjölskyldum. Notast var við megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð til gagnasöfnunar. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var lagður fyrir rafrænn spurningalisti sem innihélt 25 spurningar og var hann sendur út á póstfangalista grunnskóla á Austurlandi í gegnum Mentor kerfið og einnig var netslóð spurningalistans birt á fésbókarsíðu Stjúptengsla (n=107). Í eigindlega hlutanum voru settir saman tveir fimm manna rýnihópar sem hittust hvor um sig einu sinni í tveggja tíma umræðum til að fá meiri dýpt í þá svörun sem fengin var úr spurningarlistanum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fólk virðist vera hamingjusamara í núverandi sambandi en streitan samt til staðar, þó í minna mæli en áður. Einnig mælist streita mest hjá pörum þar sem lengd sambands hefur varað í þrjú til sex ár og aðal áhrifavaldar eru fjárhagur og óuppgerð mál við fyrrverandi maka. Í stjúpfjölskyldum er að finna mörg áreiti sem ekki eru til staðar í öðrum fjölskylduheildum og mikilvægt er að skoða frekar. Aukið áreiti og neikvæð samskipti valda álagi og streitu sem geta haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu einstaklinga.
Lykilorð: Stjúpfjölskyldur, streita, samskipti
Family patterns have changed considerably during the past years and the nuclear family does not seem to be as dominant as before. The number of step families is increasing in Iceland - and a limited amount of research exists to illustrate the possible difficulties that arise with this new unity. Prior research has shown that individuals within stepfamilies, experience more stress as compared to those in nuclear families. Creating a new family unit is often accompanied with increased pressure and stress. The objective of this work is to study the causes of pressure and stress among couples in stepfamilies. Quantitative and qualitative research methods were implemented to aquire data. In the quantitative part of the study a list containing 25 questions was distributed to an email list from a elementary schools in the eastern part of Iceland, through Mentor, an online system. A link to this list of questions was also presented on the facebook site “Stjúptengsl” (n = 107). In the qualitative part -two groups of five people each were assembled separately to further analyse the list of questions in a two hour discussion, in order to gain more depth in the answers given to the list of questions. The results of the study showed that people seem to be happier in their current relationship, although stress levels measured less as in the prior one. The most severe stress was measured with couples whose relationship had lasted from three to six years; and the main factors attributing to the stress were financial and unsettled issues with the prior spouse. In stepfamilies there are many more factors that contribute to stress than in other family types. These facts need to be studied further. Increased aggravation and negative communication are causes of stress and tension that can severely impact people – both psychologically and physically.
Keywords: Stepfamilies, stress, communication
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Álags- og streituvaldar meðal para í stjúpfjölskyldum.pdf | 846.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |