is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18799

Titill: 
  • Franz Liszt : uppgjör pílagríms
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er svítan Années de Pélerinage, Troisiéme année eftir Franz Liszt tekin til umfjöllunar og verður leitast við að sjá hvernig hún endurspeglar líf og aðstæður tónskáldsins síðustu æviár þess. Sem píanisti hef ég spilað og kynnt mér mörg af hans þekktustu verkum og þóttist þekkja til tónsmíða hans nokkuð vel. Þegar ég kynntist svítunni þá kom hún mér samt í algerlega opna skjöldu. Svítan er sérstaklega framúrstefnuleg miðað við tónverk þess tíma og af allt öðrum heimi en hans þekktustu verk sem eru flest samin á hans yngri árum. Hún er mjög gott dæmi um verk sem gengur gegn viðteknum hefðum, líkt og flest verk tónskáldsins frá hans síðari árum.
    Í ritgerðinni verður gerð grein fyrir þessum verkum og hvað það er sem gerir þau svona framúrstefnuleg. Einkenni þeirra eru af mörgum toga, meðal annars trúarlegum, andlegum, tóntegundalegum og hljómfæðilegum. Það er athyglisvert, við skoðun þessara verka, hversu óhræddur Liszt er við blöndun stíltegunda, oft inniheldur verk í mörgum köflum öll þau einkenni sem talin eru upp hér að framan. Svítan, Années de Pélerinage, Troieiéme année, er í sjö köflum sem allir sýna, á einn eða annan hátt, þessa tónsmíðastíla og hentar því sérstaklega vel sem sýnishorn í lok ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18799


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Franz Liszt-Uppgjör pílagríms.pdf299.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna