is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/188

Titill: 
 • Upplifun mæðra af þjónustu í kringum barneignarferlið : samanburður milli aldurshópa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknar var að kanna hvort munur sé á upplifun kvenna eftir aldri á þjónustu kringum barneignaferlið. Sú þjónusta sem konum er veitt kringum barneignarferlið er á vegum mæðra- og ungbarnaverndar. Áhersla og markmið þessarar þjónustu er að efla og gæta að heilsu, vexti og þroska móður, barns og fjölskyldu. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við rýnihópa til að auka skilning og þekkingu á upplifun mæðra á áður nefndri þjónustu.
  Þýði rannsóknar eru konur sem eiga eitt barn og áttu það annað hvort á aldrinum 15 til 20 ára eða 25 ára til 30 ára og nýtt höfðu þá þjónustu sem veitt er í kringum barneignarferlið. Þátttakendum var skipt í hópa eftir aldri svo unnt væri að gera samanburð milli þessara tveggja aldurshópa. Notast var við snjóboltaúrtak og í úrtaki voru sjö einstaklingar sem uppfylltu skilyrði þýðisins, miðað var við að hafa átta í úrtaki. Gagnagreining fór fram samkvæmt reglum um gagnasöfnun í rannsóknum þar sem rýnihópar eru notaðir til að nálgast viðmælendur. Gögn voru greind í megin- og undirþemu og þau studd með beinum tilvitnunum úr viðtölum.
  Niðurstöður rannsóknar voru fjögur meginþemu sem eru; fræðsla, samskipti, stuðningur og eftirlit. Í báðum hópum kom fram að auka mætti almenna fræðslu varðandi umönnun barns og andlega líðan og jöfn áhersla hópanna var á fræðslunámskeið og einstaklingsmiðaða fræðslu. Varðandi samskipti við heilbrigðisstarfsfólk þótti eldri hópnum þau hafa verið betri í mæðravernd en ungbarnavernd, yngri mæður greindu ekki mun þar á. Munur reyndist vera á upplifun mæðra á því reglubundna eftirliti sem þeim stóð til boða, en báðir hópar lögðu áherslu á mikilvægi andlegs eftirlits. Mæður upplifðu almennt góðan stuðning frá heilbrigðisfólki en misjafnt var hvaðan mæður fengu mestan stuðning og fór það eftir aldri þeirra. Þekking á þeim þáttum sem hafa hvað mest áhrif á upplifun mæðra tengt aldri nýtist til að auka skilning heilbrigðisstarfsfólks á þörfum mæðra og endurskoða þá þjónustu sem þeim er veitt.
  Lykilhugtök: ungar mæður, ungbarnavernd, mæðravernd, eftirlit, stuðningur, fræðsla, samskipti, þjónusta.

Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
upplifunmaedra.pdf849.44 kBOpinnUpplifun mæðra af þjónustu í kringum barneignarferlið - heildPDFSkoða/Opna