is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18800

Titill: 
  • Meðferðarúrræði við Alzheimerssjúkdómnum : lyf og lyfleysur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með bættri heilbrigðisþjónustu og framförum í læknavísindum er fólk farið að lifa lengur og í kjölfar þess fer tíðni greininga á heilabilun af Alzheimersgerð hækkandi. Talið er að ríflega 100 milljónir manna muni verða greindir með Alzheimerssjúkdóminn árið 2050 en það eru fjórfalt fleiri en þeir sem greindir voru árið 2006. Til að greina sjúkdóminn þarf að fara í gegnum frekar flókið ferli greiningarviðmiða og prófana en samt fæst óyggjandi greining ekki fyrr eftir lát sjúklinga með krufningu. Ekki er mikið vitað um orsakir sjúkdómsins en margar kenningar komið fram. Fjallað verður um það hvort ákveðnir sjúkdómar, á borð við sykursýki, offitu, háþrýsting auk hjarta- og æðasjúkdóma, hafi aukna hættu á þróun heilabilunarsjúkdóma í för með sér. Þar sem mikil áhugi er á að finna lausn á þessum stóra heilbrigðisvanda sem við stöndum frammi fyrir er algengt að sjá umfjallanir í fjölmiðlum um mögulegar lausnir og meðferðir til að takast á við eða fyrirbyggja sjúkdóminn og reynist oft erfitt að greina réttar upplýsingar frá æsifréttamennsku. Farið er vandlega ofan í kjölinn á þessum hugmyndum, hvort sem um ræðir lyfjameðferðir og þróun þeirra, vítamín eða óhefðbundnar lækningar. Einnig er skoðað hvort lífsstíll hafi einhver áhrif á framvindu sjúkdómsins og hvort fólk geti gert eitthvað til að sporna við þessu sjálft.

Tengd vefslóð: 
  • www.unak.is/bokasafn
Samþykkt: 
  • 16.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni- Erla Steinunn.pdf580.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna