Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18804
Skólastyrkur er úrræði sem býðst ungu fólki sem býr við félagslega erfiðar aðstæður í Hafnarfjarðarbæ og hefur ekki lokið grunnskóla- eða framhaldsskólaprófi. Styrknum er ætlað að stuðla að fjárhagslega sjálfstæðu lífi þeganna en hann hefur staðið íbúum bæjarins til boða frá árinu 2001. Í rannsókninni fólst að kanna hvernig styrkþegum árin 2009 og 2011 reiðir af árið 2014, þremur og fimm árum eftir styrk. Svarhlutfall rannsóknarinnar var 60,7%. Talsvert fleiri konur njóta styrksins en þær eru 68,9% þátttakenda en karlar 31,1%. Helstu niðurstöður leiddu það í ljós að tæplega helmingur þátttakenda, 43,7%, lauk námi og hætti þess vegna á styrk. Á meðan skólastyrk stóð bjuggu 31,9% í foreldrahúsum, 53,8% á leigumarkaði og 6,7% í eigin húsnæði. Þær tölur breyttust en árið 2014 bjuggu 24,4% hjá foreldrum, 57,1% á leigumarkaði og 12,6% í eigin húsnæði. 79,8% þátttakenda eru annað hvort í námi eða vinnu í dag og 62,8% finnst sem fjárhagur þeirra hafi batnað eftir að skólastyrk lauk. 58,9% töldu skólastyrkinn eiga þátt í því að hann batnaði. 22,9% þátttakenda voru í fíkniefnaneyslu áður en að skólastyrkur hófst en aðeins 9,3% þeirra eftir að honum lauk. Helst voru menn ósammála þeirri fullyrðingu um að skólastyrkurinn dygði fyrir útgjöldum en 52,1% voru því ósammála. Aðeins 38,6% töldu styrkinn duga. 48,7% voru mjög sammála því að félagsleg staða þeirra hefði batnað við að fara á skólastyrk og 18,5% voru því frekar sammála. Yfir heildina litið má áætla sem svo að almenn ánægja ríki með skólastyrksúrræði Hafnarfjarðar.
Education-grant is a resource for young people in Hafnarfjörður who have neither graduated from primary school nor high school and live in socially difficult conditions. The education-grant is supposed to facilitate financial independence amongst the grantees and has been available to residents of Hafnarfjörður since 2001. The main purpose of this research is to examine what became of the grantees from the years 2009 and 2011 and how they managed in the year 2014. The response rates of the research was 60,7%. Considerably more women benefit from the education-grant but they represent 68,9% of the participants while men are only 31,1%. Main findings were that 43,7% graduated and consequently stopped receiving the grant. While receiving the grant 31,9% lived with their parents, 53,8% in rental housing and 6,7% in their own homes. These numbers have changed through the years and in 2014 only 24,4% lived with their parents, 57,1% in the rental market and 12,6% in their own homes. Today 79,8% are either studying or employed, and 62,8% think their financial status has improved since they stopped receiving financial aid. 58,9% stated that the grant had played a significant role in improving their financial status. 22,9% of the grantees were using narcotics before receiving the grant but only 9,3% after it was completed. The participants had differing opinions about whether the grant sufficed for all necessary expenses but 52,1% disagreed it did. Only 38,6% considered it sufficient. 48,7% strongly agreed that their social status improved by receiving the education-grant and 18,5% somewhat agreed. Overall, it can be estimated that participants are generally satisfied with the education-grant offered by the town of Hafnarfjörður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildartexti.pdf | 1,5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 78,69 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 102,09 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |